Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Síða 100
102
oftast nær hægt að fá öll hin dýrin til að verða, sem
allra líkust eða samskonar.
Séu dýrin hraust, sem á er að byggja í fyrstu, og vel
sé að því gætt að kasta úr þeim dýrum, til undaneldis,
sem einhverja veiklun sýna. Þá er skyldleikarækt ör-
uggasta leiðin til skjótvirkra umbóta, og er það eðli-
legt, því með því móti komast menn svo nærri því sem
auðið er að nota hreina kynstofna, þar sem æskilegir
eiginleikar foreldranna eru á sem líkustu stigi.
Sumir hafa haft og hafa það álit að mikill skyldleiki
væri hættulegur og leiddi til úrættunar, en þegar þetta
verður þá stafar það sjálfsagt af því að dýrin eru ekki
nógu hraust frá upphafi og sú veiklun, sem í þeim Iigg-
ur, eykst með ræktinni, þegar hún kemur saman frá
báðum foreldrum.
Að þetta þurfi ekki að vera, og sé hægt að fyrir-
byggja, er hinsvegar ljóst, þar sem merk kyn hafa
verið mynduð með skyldleikarækt.
Hjá okkur er búfjárræktin skamt á veg komin og
búféð er yfirleitt hraust. Fram að þessum tíma höfum
við yfirleitt notað einfalt úrval þ. e. farið eftir ytra út-
liti eða útlitsgerfi dýranna og er slíkt alls ekki gott,
því fallegt dýr getur í raun og veru verið slæmt.
Nokkuð af okkar búfé hefur fyrir okkur æskilega
eiginleika. Okkur er því þörf á, og ætti reyndar lítil
hætta að vera því samfara fyrst um sinn, að nota
skyldleikarækt, af því að hún er oft eini vegurinn, sem
hægt er að hafa, til að halda framkomnum góðum eig-
irleikum, og gera þá að einkennum fjöldans, en slíkir
eiginleikar koma vanalega fram á einstöku dýri eða
mjög fáum og þá að jafnaði náskyldum.
Þegar ræktin kemst lengra verður hættan meiri og
er reynsla fyrir að með aukinni ræktun fylgir aukinn
móttækileiki fyrir ýmsum kvillum,