Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Qupperneq 20
22
f haust var reynt að gera hér vothey með finsku að-
ferðinni, sem kölluð er A. I. V. votheysgerðin og hafði
Árni G. Eylands, ráðunautur, umsjón með því verki.
Verkun heysins virtist hepnast vel og leit heyið vel út
og var lyktargott þegar farið var að taka á því í vetur,
en erfiðlega hefur gengið að fá kýrnar til að jeta það
og kvað svo ramt að þessu, að hætta varð að gefa þeim
það. Hvað þessu veldur er mér ekki fyllilega Ijóst, eri
sennilegt er, að aðalorsökin sé sú, hve heyið var seint
slegið og farið að tapa sér þegar hægt var að fram-
kvæma votheysgerðina, en úr þessu verður eigi skorið
fyr en næsta sumar, er hægt verður að endurtaka hey-
verkun þessa.
I haust var unnið allmikið að því að prófa og gera
tilraunir með sjálfvirka heyskúffu, sem Sveinbjörn
Jónsson, byggingafræðingur í Knararbergi, er að finna
upp. Var tilraunum þessum það langt á veg komið þeg-
ar tíð spiltist, að fullsýnt þótti, að skúffan mundi verða
nothæf og samþykti þá stjórn félagsins að veita Svein-
birni nokkurn styrk, til að gera honum fært að halda
áfram endurbótum og fullkomna skúffuna, gegn því, að
hann smíðaði eina slíka skúffu fyrir Ræktunarfélagið.
Gerð skúffunnar verður eigi lýst að þessu sinni og
ekkert verður sagt um það, hve mikið hún þyngi drátt-
inn, fyr en búið er að reyna hana frekar, sem verður
gert á næsta sumri.
II. Uppskeran.
Þrátt fyrir það, þó spretta byrjaði óvenjulega
snemma síðastliðið vor, varð uppskera eigi meira en í
meðallagi, því há spratt fremur seint og minna, en við
hefði mátt búast, en frost í ágúst drógu mjög mikið úr
vexti kartafla. Sláttur byrjaði hér 8. júní og var tíðar-