Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Qupperneq 53
55
Vér sjáum hér, að þrátt fyrir það, að 3. sláttutími
gefur 28% meiri uppskeru heldur en 1. sláttutími, hef-
ur hann samt sem áður gefið 9% minna fóður. f þessu
tilfelli er því sá vaxtarauki, sem 3. sláttutími hefur
gefið, algerlega verðlaus sem fóður, en hlýtur hinsveg-
ar að hafa í för með sér ýmiskonar fyrirhöfn; vér
verðum að þurka og hirða þennan vaxtarauka, ætla
honum rúm í hlöðu eða heystæði og búfé vort verður
að eyða orku í að melta hann.
Hejrverkunaraðferðirnar, hverjar þær eru og hvern-
ig þær hepnast, hafa mjög mikil áhrif á fóðurgildi
heysins og mun mega telja, að vel takist ef eigi tapast
meira en 15—20% af því fóðurgildi, sem er í grasinu,
við heyverkunina. Tap þetta verður með ýmsum hætti,
frumur jurtanna anda og eyða á þann hátt næringar-
efnum á meðan þær lifa, en bakteríur valda gerð og
efnatapi í heyinu eftir að jurtafrumurnar eru dauðar
og nokkuð tapast við molnun blaða og annara jurta-
hluta. Ef heyið hrekst getur tapið numið helmingi fóð-
urverðmætisins eða jafnvel meiru, lífsstarfsemi frum-
anna og hermdarverk bakteríanna varir þá lengur og
svo geta næringarefnin leystst upp og skolast burtu ef
heyið rignir.
Ýmsra ráða hefur verið leitað til að draga úr því
tapi, sem heyverkuninni fylgir og til að gera heyskap-
inn sem óháðastan veðráttunni og virðast aðallega tvær
leiðir líklegar til þessa, en þær eru: Vélþurkun á hey-
inu og votheysverkun sú, sem kend er við manninn,
sem hefur fúndið hana upp, prófessor Artturi I. Virta-
nen og nefnist »A.I.V. votheysgerSin«. Eftir tilraunum
þeim að dæma, sem gerðar hafa verið með vélþurkun á
Englandi, virðist svo, sem á þann hátt megi draga til
verulegra muna úr efnatapinu við heyverkunina og
sama er hægt að segja um A. I. V. votheyið, eftir