Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 122
Eftirmáli.
Eg geri ráð fyrir, að lesendur Ársritsins sjái það
strax og þeir líta á titilblað þessa Ársrits, að á því hef-
ur orðið nokkur breyting. Þessi breyting er í því fólgin,
að nú er byrjað að birta skýrslur sambandanna í Norð-
lendingafjórðungi í ritinu og hafa þrjú þeirra sent
skýrslu að þessu sinni. Þá samþykt, sem liggur til
grundvallar fyrir þessari nýbreytni, má lesa í aðal-
fundargerð Rf. Nl. 1932, sem er prentuð í byrjun þessa
rits.
Þessari tilbreytni hefur verið mjög vel tekið af hálfu
sambandanna, en stjórn Búnaðarsambands Húnvetn-
inga taldi sig eigi hafa handbært fé á fjárhagsáætlun
ársins 1932, er hún gæti varið til þessa og sama mun
hafa átt sér stað hvað sambandsdeildina í Norður-Þing-
eyjarsýslu áhrærir, en eftir þeim undirtektum að
dæma, sem þetta mál hefur fengið, má vænta þess, að
öll samböndin birti skýrslur sínar í ritinu næsta ár.
Ástæðurnar, sem liggja til grundvallar fyrir þessan
nýbreytni eru þær, að þegar sambandsstarfsemin í
Norðlendingafjórðungi breyttist í það horf, sem hún
nú er í, þá var stjórn Ræktunarfélagsins það Ijóst, að
þrátt fyrir það, þótt þessi starfsháttabreyting væri
nauðsynleg og hlyti að auka starfsemina í héruðunum,
þá gat hún haft í för með sér einangrun í starfi hinna
einstöku sambanda, veikt aðstöðuna út á við og valdið
áhuga- og afskiftaleysi um verkefni Ræktunarfélags-
ins. Til þess að fyrirbyggja þetta, lagði því stjórnin til
á aðalfundi félagsins 1931, að það ákvæði yrði sett inn
í lög félagsins, að formenn sambandanna í Norðlend-