Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Qupperneq 46
48
Ár Óhreift. Plægt. Plægt. Plægt.
Yfirbr. 2ja ára undirbr. 4ra ára undirbr. 6 ára undirbr,
1931 39,3(100) 48,1(122) 66,6(169) 86,3(220)
1932 40,7(100) 46,7(115) 60,7(149) 80,3(197)
Samt.80,0 94,8 127,3 166,6
Með-
altal 40,0(100) 47,4(119) 63,7(159) 83,3(208)
Tölurnar í svigunum eru hlutfallstölur uppskerunn-
arar þegar uppskeran af fyrsta liðnum er sett sem 100.
Fyrsti og annar liðurinn hafa nú fengið jafnan áburð
og hefur undirburðurinn í þvi tilfelli gefið 19% meiri
uppskeru heldur en yfirbreiðslan, en þegar vér athug-
um hina liðina, virðast sterkar líkur benda til þess, að
við meiri undirburð verði þessi munur snöktum meiri,
þannig sjáum vér, að sá liðurinn, sem mestan undir-
burð hefur fengið, hefur, í þessi tvö ár, gefið fyllilega
helmingi meiri uppskeru heldur en óhreifði og yfir-
breiddi liðurinn, en það svarar til, að þó þessir tveir
liðir gæfu jafna uppskeru í þau 4 ár, sem eftir eru þar
til þeir eru jafnir að áburði, sem er harla ósennilegt,
þá mundi undirburðurinn, í þessu tilfelli, samt sem áð-
ur gefa 35% vaxtarauka umfram yfirbreiðsluna, það
er því mjög sennilegt, að með því að plægja mykjuna
niður á þennan hátt, megi auka heildaráhrif búfjár-
áburðarins um 40—50%.
Ef nú þessi áburðaraðferð hefði verið notuð við til-
raun þá með ræktunaraðferðir, sem skýrt hefur verið
frá, er sennilegt, að uppskeran hefði getað orðið alt að
40% meiri en hún raunverulega hefur orðið, en það
svarar til að fengist hefðu af sáðsléttunni 90—105
hestar af heyi af ha. fyrir áburð undan þremur kúm,
eða 30—35 hestar á kú, og fer þá eigi að skorta mjög
mikið til, að áburðurinn undan kúnni nægi til að fram-