Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Síða 21
23
far hagstætt fyrstu 2 vikurnar af slættinum, en mjög
óþurkasamt síðast í júní og mestallan júlímánuð, olli
þetta mikilli tímatöf og talsverðum hrakningi á heyi.
Af túnunum voru ca. 9 ha. tvíslegnir en um 3 ha. ein-
slegnir en beitt á hána, ca. 1 ha. var aðeins notaður til
beitar.
Kartöflur voru settar í ca. 5000 m2, en rófur í tæpa
2000 m2. Uppskeran var talin þannig í 100 kg.
Taða Kartöflur Gulrófur
590 80 60
Auk þessa fékst nokkuð af höfrum, fóðurmergkáli og
fóðurrófum.
III. Frœðslustarfsemin.
a. Verklegt nám.
Við verklegt garðyrkjunám voru eftirtaldar 9
stúlkur:
Á vornámskeiði frá 14. maí til 30. júní:
Herdís Pálsdóttir, Fornhaga, Hörgárdal, Eyjafjs.
Kristín N. Breiðfjörð, Sellátrum, Breiðafirði.
Kristjana Ásbjörnsdóttir, Guðmundarst., Vopnaf.
Ólafía Ásbjörnsdóttir, Guðmundarstöðum, Vopnaf.
Sigrún Hörgdal, Glerárþorpi, Eyjafjs.
Sóley Stefanía Jóhannsd., Grafargerði við Hofsós.
Á sumarnámskeiði frá 14. maí til 30. sept.
Guðbjörg Sturlaugsdóttir, Snartartungu, Strandas.
Guðrún Sigurðardóttir, Torfafelli, Eyjafjs.
Rannveig Jóhannesdóttir, Akureyri.
Við verklegt jarðyrkjunám var einn piltur siðastliðið
vor og haust, 7 vikur samtals:
Jónas Pétursson, Hranastöðum, Eyjafjs.