Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Síða 64
66
Árleg útgjöld vil eg áætla:
1. Til nauðþurfta (fæðis, fatnaðar o. s.
frv.) ............................... Kr.
2. Áburður og fóðurbætir .................. —
3. Vextir og afborganir ................... —
4. Ýms útgjöld (opinb. gjöld, viðh. o. fl.) —
5- Afgangur (vinnuarður nýbyggjanna) —
4000.00
2000.00
2000.00
2000.00
3000.00
Samtals kr. 13000.00
Það má vel vera að eg áætli tekjur búanna fullhátt,
en gjöldin eru líka ríflega áætluð. Með hagsýni og
sparsemi ætti t. d. að mega komast af með minna en
kr. 4000.00 til nauðþurfta, því á búum sem þessum
hlýtur altaf að falla talsvert til af neytsluvörum, sem
lítið markaðsverð hafa, en geta komið heimilunum að
fullum notum- Upphæð þessa mun mega telja mjög
sómasamlega til framfærslu stórri fjölskyldu í kaup-
stað, þegar húsaleiga og opinber gjöld eru undanskilin.
Þá er áætlað svo ríflega til greiðslu vaxta og afborg-
ana, að lán þau, sem á býlunum hvíla, ættu að geta
greiðst að fullu á rúmum 13 árum, þó reiknaðir séu 6
af hundraði í vexti, en ef vextirnir væru aðeins 4 af
hundraði, gætu lánin greiðst á rúmum 11 árum. Að
ætla kr. 2000 til opinberra gjalda og viðhalds er líka
vel í lagt, þar sem gera má ráð fyrir, að viðhaldið yrði
að mestu framkvæmt, af ábúendunum sjálfum án nokk-
urs verulegs beins tilkostnaðar.
Afgangurinn kr. 3000 eru laun nýbyggjanna umfram
nauðþurftir, sem þeir geta lagt í nýja ræktun og bygg-
ingar, en auk þess ættu þeir árlega, með hestum og
verkfærum búsins, að geta lagt fram talsverða vinnu
til slíkra framkvæmda. Þegar svo tillit er tekið til þess,
að dótturbýlin verða bæði taisvert minni og ódýrari en