Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Qupperneq 63
65
nýbýlunum, áhrærir, þá mun láta nærri að styrkur
ríkissjóðs, samkvæmt Jarðræktarlögum og Lögum um
verkfærakaupasjóð, út á framkvæmdir hvers þessa býl-
is, yrði 6000—7000 krónur. Sá aukastyrkur, sem hér
yrði því um að ræða og sem aðallega gengi til að reisa
byggingar býlanna, yrði hliðstæður þeim styrk, sem
ríkið nú þégar veitir til bygginga í sveitum samkvæmt
lögum um Bygginga- og landnámssjóð. Aðalframlag
ríkissjóðs umfram það, sem þegar er ákveðið með lög-
um eða á sér þar hliðstæð dæmi, yrði undirbúningur sá,
sem ríkið léti framkvæma á löndunum og má þó finna
mörg fordæmi í sambandi við framkvæmdir síðari ára,
sem réttlæta þann st.uðning.
Eg ætlast til að nýbýlin yfirleitt verði miklu minni
en þau, sem eg hér hefi gert ráð fyrir, sem verða að
vera stór af því, að fjórum fullhraustum og áhugasöm-
um mönnum er ætlað að fá þar nægilegt verkefni, en
eftir því sem býluuum fjölgar geri eg ráð fyrir, að
stærð móðurbýlanna minki, bæði vegna þess, að land-
rými þeirra vei'ður þá minna og svo ætlast eg til, að
þau leggi býlunum, sem síðar koma, bústofn að ein-
hverju ieyti. Eg hefi hér gert ráð fyrir kúm sem aða!-
bústofni, en það útilokar enganveginn, að nýbýlin geti
haft tekjur af ýmsum öðrum búrekstri, svo sem: Sauð-
fé, svínaeldi, alifuglum, garðyrkju og ef til vill korn-
yrkju, þó miklar líkur séu til, að í svona löguðu þétt-
býli verði nautgriparæktin líklegust sem aðaltekju-
grein. Með tilliti til þessa vil eg áætla árlegar tekjur
býlanna þannig:
1. 75000 lítrar af mjólk á 0/14....... Kr. 10500.00
2. Tekjur af sauðfé, alifuglum, svín-
um, garðyrkju o. fl................ — 2500.00
Samtals kr. 13000.00
5