Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Blaðsíða 39
41
Meðaltal 3ja ára.
Áburðarmagn 22 þús. kg. pr. ha. Uppskera talin í 100 kg. pr. ha.
Blandaður áburður. Mykja ein sér.
Áburðarlaust. Haustbr. Vorbr. Haustbr. Vorbr.
24,7 36,2 31,7 30,2 27,3
Vaxtarauki 11,5 7,0 5,5 2,6
Landið, sem tilraun þessi var gerð á, hafði eigi áður
fengi# neitt teljandi af búfjáráburði og er í eðli sínu
magurt, svo þar er eigi hægt að reikna með neinum
teljandi næringarefnaforða og sýnir hún því mjög vel,
hve fyrstu áburðarverkanir mykjunnar eru litlar, þeg-
ar hún er notuð á þennan hátt. Tilraunin sýnir enn-
fremur, að blandaði áburðurinn gefur líka mjög léleg-
an árangur, þrátt fyrir það, þó hann sé borinn á nýr,
svo nokkur hluti þvagsins hefði átt að geta sigið til-
tölulega fljótt niður í jarðveginn. Hefði þessi áburðuj-
verið geymdur, svo sem venjulega á sér stað, er vafa-
samt hvort hann hefði sýnt nokkuru betri árangur
heldur en mykjan ein sér.
2. Tilraun með mykju, þvag, mykjuj-þvag borið á
sitt í hvoru lagi og tilbúinn áburð. Uppskeran í 100 kg.
pr. ha.
Af búfjáráburði var borið á pr. ha. fyrstu tvö árin
22 þús. kg. af mykju, 14,6 þús. kg. af þvagi og sinn
helmingur af hvorum þessum áburðarskamti, en áburð-
arskamtarnir voru auknir um /3 tvö síðustu árin. Af
tilbúna áburðinum voru aftur á móti notuð 500 kg. af
kalksaltpétri á ha. öll árin og auk þess kali og super-
fósfat; með þvaginu var superfósfat líka borið á. Það
mun eigi vera ástæða til, að taka neitt sérstakt tillit til
kalísins og fósfórsýrunnar í þessari tilraun, því eldrí
tilraunir hafa sýnt, að þessi efni skorta eigi á því
landi, sem tilraunin er gerð á. f þau 4 ár, sem búið er
að gera þessa tilraun, hefur uppskeran orðið þannig: