Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Blaðsíða 33
35
fyrirstöðu. Að vísu hafði Torfi Bjarnason í ólafsdal
skrifað grein í Andvara, árið 1884, um meðferð og
hirðingu áburðar og komist að þeirri niðurstöðu, að
talsvert skorti til, að búféð ræktaði fóðrið sitt. Telur
hann, að áburður undan einni kú nægi til að framleiða
24 hesta af töðu eða % hluta af því fóðri, sem hún
þarfnist, en þessar niðurstöður Torfa voru síðarmeir
að engu hafðar og vil eg í því sambandi geta nokkurra
ritsmíða, sem um þetta efni eru skrifaðar, fullum ald-
arfjórðungi síðar en Torfi reit sína grein í Andvara.
Árið 1909 skrifar Páll Jónsson, kennari, grein í Árs-
rit Bæktunarfélagsins, sem hann nefnir Jarðræktin og
framleiöslan, gerir hann þar grein fyrir hringrás á-
burðarefnanna í náttúrunni, úr áburði í fóður og aftur
úr fóðri í áburð. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að
hin árlega framleiðsla vor af jurtanæringu í búfjár-
áburði sé svo mikil, að hún nægi til að sexfalda rækt-
unina, sé búfjárfjöldinn aukinn í hlutfalli við það, sem
ræktunin á hverjum tíma leyfir.
Árið 1911, skrifar Jón Jónatansson, búfræðingur,
grein í Búnaðarritið um jarðrækt og kemst þar að
þeirri niðurstöðu, að sé búfjáráburðurinn vel hirtur,
skorti lítið á, að hann sé nægur til að framleiða það
fóður, er búfénaðurinn þarfnist. Telur hann, að með
búfjáráburðinum einum saman, sé hægt að fjór- tii
fimmfalda stærð túnanna.
Sama ár skrifar Sigurður Sigurðsson, ráðunautur,
grein um áburðarhirðing í Búnaðarritið. Hann álítur,
að sé vel á haldið, nægi áburður undan einni kú til að
íramleiða 30—33 hesta af töðu. Niðurstöður sínar
byggir hann á efnainnihaldi áburðarins. Telur hann
enga ástæðu til að kvarta yfir áburðarskorti og það
fyrirbrigði geti varla komið til greina fyr en eftir 50
—100 ár.
3*