Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Qupperneq 32
34
er, tilefni til að ræða og rannsaka, að hve miklu leyti
er hugsanlegt, að landbúnaður vor í framtíðinni geti
verið óháður aðkeyptum áburðar- og fóðurefnum.
í eftirfarandi línum vil eg gera lítilsháttar tilraun
til að gagnrýna, hvort mögulegt sé að spara þessi efn-
iskaup, að einhverju eða öllu leyti, þrátt fyrir það, þó
rannsóknir á þessu efni séu ennþá mjög skamt á veg
komnar og eg verði því, í mörgum tilfellum, að styðj-
ast við líkur einar.
Það hafa sennilega fá atriði búnaðarlegs efnis verið
rædd meira hér á landi, en spurningin: Ræktar búféö
fóöriö sitt? og það er því varla hægt að komast hjá því,
þegar þetta efni er enn á ný tekið til yfirvegunar, að
geta lítilsháttar þeirra skoðana, sem menn þeir, er um
þetta mál hafa ritað, sérstaklega á 1. tug þessarar ald-
ar, létu í ljósi. Eg vil þó byrja á því að benda á, að i
»ATLA« Björns Halldórssonar, sem er gefinn út seint
á 18. öld, stendur: »Allri þeirri fyrirhöfn, sem þú eyðir
til að útvega þér dauft og kjarnlítið mýrarhey, brak,
fyrning og þess háttar, máttu verja til að bæta heima-
tún þitt og líka til að stækka það«.
Eftir þessu að dæam, virðist Björn Halldórsson hafa
verið þeirrar skoðunar, að vér um 1780 gætum losað
oss við útengjaheyskapinn og tekið alt það fóður, er
búpeningurinn þarfnaðist, af ræktaðri jörð. Á þeim
tíma var þó hvorki tilbúnum áburði eða fóðurbæti til
að dreifa og hlýtur hann því að vera þeirrar skoðunar,
að búféð gæti ræktað fóðrið sitt.
Eftir að kemur fram undir síðastliðin aldamót, er
mikið kapp lagt á að hvetja bændur til að bæta og auka
tún sín, og er þá jafnframt reynt að sýna fram á, að
áburðarskortur sé eigi ræktunarframkvæmdunum til