Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Síða 102
104
vorum að geta farið mikið fram, þá er menn geta valið
kynbótadýrin bæði eftir útlits- og eðlisgerfi eða eftir
útliti og eðliseiginleikum. Þegar menn eru komnir svo
langt með ræktun búfénaðarins, þá eru menn farnir að
styðjast við unga vísindagrein, kynbóta- og arfgengís-
fræði, vísindagrein, sem talar um líkingu milli foreldra
og afkvæma, og næst aldrei neitt í virkilega framfara-
átt með kynbætur, nema við hana sé stuðst.
Hverskonar aðferðir, sem notaðar eru við kynbætur
búfénaðar, þá verða menn, svo framarlega að þeir
hugsi sér að komast nokkuð áleiðis með ræktun búfén-
aðar, að halda ættartölubækur, og samhliða þeim fóð-
ur- og afurðaskýrslur. Það varðar mjög miklu að
skýrslur þessar séu rétt færðar. Þetta vil egbiðjamenn
í framtíðinni að muna; minnist þess að eg segi hér
MUNA að láta það sig aldrei henda, að færa inn í
skýrslur þessar nokkuð það, er þeir vita að er rangt,
gera slíkt aldrei í eigingjörnum tilgangi eða fyrir met-
orðagirnissakir, til þess að koma áliti á búfénað sinn.
Reyndar er það von mín, að menn færi skýrslur þessar
eftir béstu vitund og bregðist hér eigi almennings-
traustinu í nútíð og framtíð, því að færa þær vísvit-
andi rangt gæti eigi orðið nema stundarhagnaður eða
ánægja, í hvorum tilgangi svo sem það væri gert, hvort
heldur það væri gert fyrir metorðagirnissakir, til að
upphefja sjálfan sig, skepnur sínar eða hvorttveggja
eða þá í eigingjörnum tilgangi, sem aldrei, eins og áð-
ur er tekið fram, gæti orðið nema stundarhagnaður.
Ættu rangfærslur sér stað gætu þær tvímælalaust orð-
ið samtíð og framtíð til talsverðs eða jafnvel til stór-
hnekkis.
Hversu langt næst í framtíðinni með kynbætur bú-
fénaðar hér á landi getur enginn sagt um.
Hinsvegar þykist eg þess fullviss, að svo muni langt