Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 51
53
irnir hafa gefið 15,5 hesta af heyi, miðað við hektara,
umfram þríslegnu grasreitina og kemur sá mismunur
aðallega fram á 2- og 3. slætti.
Tilraunir þær með hvítsmára, sem nú hefur verið
skýrt frá, eru ennþá of skamt á veg komnar, til þess að
geta sagt nokkuð um, hversu varanlegur smárinn og
áhrif hans geta orðið í sléttunum, en hinsvegar sýna
þær greinilega, að smárinn getur haft veruleg áhrif á
uppskerumagnið og takist oss að rækta hann til lang-
frama, þá getur hann sparað oss nokkurn áburð.
Hér að framan hefi eg sýnt fram á, að sterkar líkur
væru til, að áburður undan þremur kúm nægði til að
framleiða 90—105 hesta af töðu, ef réttar ræktunar-
og áburðaraðferðir væru notaðar; eg gerði þó aðeins
ráð fyrir venjulegum grasfræsléttum, en ef vér nú í
þess stað göngum út frá smárasléttum, er sennilegt að
bæta megi alt að 15 hestum við þessa uppskeru, eða
spara áburð, sem því svarar, sem kemur í sama stað
niður og ætti þá áburðurinn undan þremur kúm að
nægja til að framleiða 105-—120 hesta af töðu, eða því
sem næst alt það vetrarfóður er kýrnar þarfnast.
Eins og áður er tekið fram, er uppskerumagnið eða
hestatalan ófullnægjandi mælikvarði á verðmæti upp-
skerunnar. Það er ekki einhlítt að hafa ákveðna hesta-
tölu af heyi til fóðurs handa búfénaðinum, heldur verð-
ur heyið jafnframt að vera svo auðugt af nothæfum
næringarefnum, að það geti fullnægt fóðurþörf búfén-
aðarins til viðhalds og afurða, en á þessu getur orðið
nokkur misbrestur, sérstaklega þegar um búfénað er
að ræða, sem gefur miklar og stöðugar afurðir. Það er
því alls eigi einhlítt að hafa 40 hesta af töðu handa
hverri kú til vetrarfóðurs, sem mun vera nokkurnveg-
inn það hámark, sem gera má ráð fyrir að ein kýr geti
torgað af heyfóðri yfir innistöðutímann, því það fóð-