Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 52
54
urmag-n er svo aðeins nægilegt, að það fullnægi kúnni
til viðhalds og þeirra afurða, sem hún er fær um að
gefa, en til þess verður fóðrið að innihalda víst lág-
mark af næringu og ennfremur ákveðið lágmark af
vissum næringarefnaflokkum, svo sem eggjahvítu og
steinefnum, að öðrum kosti er fóðrið ófullnægjandi og
verður þá að bæta það upp með aðkeyptum fóðurefnum
— fóðurbæti — eigi kýrin að geta gefið þær afurðir,
sem henni er eiginlegt að gefa. Við fóðurræktina meg-
um vér því ekki einblína á uppskerumagnið, heldur
verðum vér jafnframt að reyna að gera oss grein fyrir
fóðurgildi og efnasamsetningi uppskerunnar.
Margar af þeim ráðstöfunum, sem þegar hafa verið
nefndar, hafa bein eða óbein áhrif á fóðurgildi upp-
skerunnar svo sem: Ásigkomulag jarðvegsins, áburður-
inn, áburðaraðferðirnar og jurtavalið. Smárinn hefur
t. d. verulega þýðingu í þessu sambandi, vegna þess,
hve auðugur hann er af eggjahvítuefnum, enda mun
það almenn skoðun, að smárataða sé góð til mjólkur.
Þá hefur lítilsháttar verið minst á þau áhrif, sem
sláttutíminn hefur á fóðurgildi uppskerunnar og væri
hægt að rökstyðja það atriði með því að vísa til ýmis-
konar heimilda. Eg skal þó láta nægja að taka hér upp
nokkurar tölur úr útreikningi Guðmundar Jónssonar,
kennara á Hvanneyri, á efnarannsókn, sem gerð hefur
verið i sambandi við samanburðartilraun á sláttutím-
um í gróðrarstöðinni í Reykjavík (samanber Skýrslur
Búnaðarfélags íslands nr. 3). Tölurnar eru saman-
dregnar úr báðum sláttum-
Kg. taða. pr. ha. Hlutföll Mjólkurfóðurein. Hlutföll
1. sláttutími 5746 100 2971 100
2. sláttutími 6765 118 2931 99
3. sláttutími 7337 128 2702 91