Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Síða 80
82
rannsakað hefði verið frekara verkefni fyrir hana í
héraðinu.
f tilefni af þessu var samþykt svohljóðandi tillaga:
»Fundurinn skorar á stjórn sambandsins að hún
gangist fyrir mælingum á þeim svæðum, þar sem lík-
legast þætti að skurðgrafan gæti komið að notum.
Þegar hér var komið bauð fundarstjóri, í nafni fé-
lagsstjórnarinnar, öllum fundarmönnum til sameigin-
legs miðdagsverðar á Hótel Tindastól.
Að máltíð lokinni var fundinum haldið áfram, og
tekið fyrir:
6. Vöruskifti. Björn Jónsson í Bæ hafði framsögu
þessa máls og lýsti nauðsyn þess að landsmenn skift-
ust á vörum og skýrði að nokkru frá vöruskiftaverslun
í gamla daga. Eftir nokkrar uniræður var samþykt
svohljóðandi tillaga:
»Fundurinn samþykkir að kjósa 4 landbændur og 4
útvegsmenn til þess að finna grundvöll til hliðsjónar
við vöruskiftaverslun á land- og sjóvörum«.
Kosningu hlutu: Tómas Jónasson, kaupfélagsstjóri á
Hofsós, Jón Konráðsson, Bæ, Steindór Jónsson, Sauð-
árkróki, Pálmi P. Sighvats, Sauðárkróki, Sigurður
Þorvaldsson, Sleitustöðum, Jón Björnsson á Bakka,
Margeir Jónsson, ögmundarstöðum og Björn Jónsson
Stóru-Seylu.
7. Kaupgjaldsmál. Sigurður Þórðarson á Nautabúi
hóf máls á því, að það væri flutt eftir ósk margra
bænda. Ræðumaður rakti hvernig nú er komið ástæð-
um bænda vegna verðfalls afurðanna og sýndi fram á
að framleiðslan gæti ekki risið undir því kaupgjaldi,
sem nú tíðkast í landinu. Lagði hann fram tillögur frá
stjórn sambandsins um kaupgjald um heyannatíma.
Um kaupgjald við vorvinnu komu engar tillögur fram
af þeirri ástæðu, að stjórnin gekk að því vísu að þar