Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 49
51
segja gersamlega horfinn, þar sem stóri saltpéturs-
skamturinn var borinn á, en aðeins slæðingur af smára,
þar sem sá minni var notaður. Það skal tekið fram, að
fyrri sláttur mun hafa verið sleginn of seint, mundi
vafalaust áhrifum saltpétursins á smáran hafa gætt
minna, ef snemma hefði verið slegið.
í flestum þeim grasfræblöndum, sem notaðar hafa
verið að undanförnu, hafa verið 2—3% af smárafræi,
þessa hefur þó lítið eða alls eigi gætt í sáðsléttunum,
því grastegundirnar hafa verið þar algerlega yfirgnæf-
andi. Eigi smárinn að geta náð fótfestu og notið sín,
þarf að ætla honum meira rúm í sáðsléttunum en gert
hefur verið. Ræktunarfélagið hefur gert tilraun með
mismunandi sáðmagn af smára og varð uppskeran
þannig síðastliðið sumar talin í 100 kg. heys pr. ha.
Enginn smári. 12,5% smári. 25% smári. 50% smári.
Uppskera 58,0 67,5 68,0 73,0
Vaxtarauki 9,5 10,0 15,0
Háar% 26,7 30,0 36,0 39,0
Tilraunin sýnir, að uppskeran fer vaxandi með
smárasáðmagninu og nemur vaxtaraukinn 15 hestum á
hektara, þegar helmingur sáðmagnsins var smárafræ.
Fyrri sláttur var sleginn snemma og gætti smárans þá
mjög lítið, áhrif hans koma því aðallega fram við
seinni sláttinn; þannig hefur háin verið aðeins 26,7
hundraðshlutar af allri uppskerunni af smáralausa
liðnum, en fer svo jafn vaxandi upp í 39 af hundraði,
þar sem smárinn er mestur.
Ef til vill hefur þó slátturinn mest áhrif á þroska
smárans og útbreiðslu. Framan af sumri vex hann
hægt og verður því auðveldlega undir í samkeppninni
við grastegundirnar, sem þá vaxa örast, og þarf því að
4*