Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 60
62
um sameiginleg fyrirtæki, sem skilyrði eru til að starf-
rækja í sambandi við nýbygðina, og er sjálfsagt að hið
opinbera annist um þessar framkvæmdir og leggi höf-
uðæðar vega og framræslu um löndin, og yfirleitt verða
allar aðalframkvæmdirnar við landnámið að vera und-
ir eftirliti fagmanna, sem hafa hönd í bagga með
stofnun nýbýlafélaga, ræktun landanna og byggingum
býlanna.
Fullgert nýbýli hlýtur altaf að kosta talsvert mikið
fé og nokkrum hluta þessa fjár verða landnemarnir
sjálfir, eða aðstandendur þeirra, að geta lagt fram sem
vinnu við ræktun og byggingar býlanna, bústofn eða
beina peninga; nokkurn hluta stofnkostnaðarins verður
ríkið að leggja til sem styrk, en meginhluti stofnfjár-
ins verður þó að gera ráð fyrir að sé tekinn að láni og
er áríðandi að lánskjör séu svo hagkvæm og lánsupp-
hæðirnar eigi stærri en svo, að búrekstur býlanna geti
auðveldlega ávaxtað þær og afborgað.
Hvað fyrirkomulag landnámsins áhrærir, þá vil eg
benda á eftirfarandi leið: Þegar þeim undirbúningi,
sem hið opinbera annast, er lokið, sé stofnað landnema-
félag, er starfi í 4ra manna deildum og reisi hver deild
aðeins eitt býli í byrjun, sem fái til umráða það land,
sem fjórum býlum er ætlað í framtíðinni. út frá hverju
þessara móðurbýla er þá með tíð og tíma 3 nýjum býl-
um ætlað að byggjast. Með þessu fyrirkomulagi verður
framlag nýbyggjanna tiltölulega þungt á metunum i
stofnkostnaði býlanna, en lántökur að sama skapi
minni og viðráðanlegri, býlin gætu orðið stærri og arð-
vænlegri, meiri hluti nýbyggjanna gætu verið ungir og
ógiftir menn, sem á þennan hátt fengju tækifæri til að
skapa sér heimili og sjálfstæða atvinnu, áður en þeir
hefðu fyrir fjölskyldu að sjá, öll vinna við búin yrði
framkvæmd af fólki, sem hefði beinan hagnað af því,