Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 31
33
varanlegan stuðning fyrir afkomu landbúnaðarins á
öllum tímum.
Hverjum, sem þekkir til grasræktar hér á landi og
erlendis, hlýtur að vera það ljóst, að grasrækt vor er
miklu áburðarfrekari en grasrækt nágranna vorra á
meginlandi álfunnar. Ástæðurnar til þessa eru að vísu
auðfundnar, en þær eru fyrst og fremst: Ólíkur gróð-
ur og ólíkar áburðaraðferðir. Á undanförnum árum
hefi eg oft velt því fyrir mér, hvort eigi væri hugsan-
legt að nema þennan aðstöðumun burtu að einhverju
eða öllu leyti.
Þungamiðja og undirstaða landbúnaðar vors er fóð-
urræktin, og afkoma hans fer mjög mikið eftir því,
hve mikið, gott og ódýrt fóður oss tekst að framleiða.
Mikið og gott fóður skapar skilyrði fyrir margt og vel
fóðrað búfé, en þá fáum vér líka nóg kjöt og nóga
mjólk.
Ens og fóðurræktin er undirstaða landbúnaðarfram-
leiðslu vorrar, eins er líka áburðurinn, þ. e. næg og
heppileg, aðgengileg jurtanæring, undirstaða fóður-
framleiðslunnar. Að öllum almenningi er að verða þetta
atriði fyllilega ljóst, sýna áburðarkaup undanfarinna
ára. Nú er það fyrirsjáanlegt, að bændur eru þess eigi
lengur megnugir að kaupa tilbúinn áburð og hlýtur þvi
notkun hans að minka mjög mikið yfirleitt og jafnvel
alveg að hverfa í sumum héruðum landsins og afleið-
ingin verður vafalaust minni og lélegri fóðuruppskera.
Með fóðurbætiskaupum væri hugsanlegt að fyrirbyggja
að fénaði fækkaði og framleiðslan minkaði af þessum
ástæðum, en þess er landbúnaðurinn eigi fremur megn-
ugur. Sennilega er nú ókleyft að fyrirbyggja þessa yf-
irvofandi hættu, nema að mjög litlu leyti; en þar sem
þessi hætta er sífelt yfirvofandi, gefur ástandið, sem
3