Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 42
mæta vel frá garðyrkju og kornyrkju og er engin á-
stæða til að álíta, að annað lögmál gildi við grasrækt-
ina. Nú er það augljóst, að við þaksléttuaðferðina
verða engar breytingar á þessu, vér fáum sama torfið,
sömu jurtir og sama þétta gróðurinn, sem áður var á
landinu. í græðisléttunum myndast gróðurinn aftur á
móti í þéttum toppum út frá grasrótarhnausunum, en
á milli eru svo stærri eða smærri gróðurlausar eyður.
Munurinn á gróðrarfari þessara tveggja ræktunarað-
ferða er því venjulega sá, til að byrja með, að í þak-
sléttunum er vaxtarrýmið ofsetið, en í græðisléttunum
er það illa setið, þar til gróðrartopparnir, eftir lengn
eða skemri tíma, hafa náð að þekja allar eyðurnar og
mynda samfeldan, þéttan gróður eins og í þaksléttun-
um. Það er að vísu líklegt, að við græðisléttuaðferðina
eigi sér stað nokkurskonar jurtaúrval, á þann hátt, að
grastegundirnar þoli misjafnlega vinsluna, en vafa-
Iaust er það undir hendingu komið, hvort þetta úrval
miðar til bóta. Með tilliti til þessa, eru yfirburðir sáð-
ræktarinnar mjög augljósir. Hún gefur oss, innan
vissra takmarka, frjálsar hendur um jurtaval og þar
sem vér þurfum ekkert tillit að taka til gömlu grasrót-
arinnar, getum vér gefið oss betri tíma við vinsluna og
leyst hana betur af hendi en ella, og hepnist sáningin
sæmilega, þá fáum vér strax samfeldan gróður yfir alt
landið, en þar sem þessi frumgróður sáðsléttanna er
ávalt gisnari, en sá gróður, sem myndast við hinar
ræktunaraðferðirnar, nýtur hver jurtaeinstaklingur
sín betur og nær meiri þroska og er líklegt, að í þessu
liggi fyrst og fremst yfirburðir sáðræktarinnar. Þessa
skoðun mína styð eg við þrent: 1) Sáðslétturnar gefa
venjulega mesta uppskeru fyrstu árin, en svo dregur
úr uppskerunni eftir því sem gróðurinn þéttist. 2) Þeg-
ar vér sáum fræi af innlendum fóðurgrösum, fáum vér