Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 58
60
ins, sem miða að því að skapa varanleg þjóðfélagsleg
verðmæti og stuðla að því, að einstaklingarnir leggi
nokkurn hluta af arði verka sinna í slík verðmæti, sem
ganga í arf frá kynslóð til kynslóðar, eru velferðarmál
allrar þjóðarinnar. Þegar því þjóðfélagið sem heild
leggur fram fé til að reisa nýbýli, þá gerir það þetta í
því augnamiði, að skapa atvinnuskilyrði fyrir fólks-
fjölgunina og til þess að leggja grundvöll að vexti þjóð-
félagslegra, arðberandi verðmæta og á þann hátt fær
þjóðfélagsheildin framlag sitt smátt og smátt marg-
faldlega endurgoldið.
Stofnun nýbýla og framtíð nýbýlamálsins hvílir að-
allega á tvennu: 1) Að það fái heppilegan undirbúning
og hagkvæman stuðning frá hálfu hins opinbera og 2)
að það eigi sér stað markvís undirbúningur og fjár-
söfnun innan þjóðfélagsins í þessu augnamiði. Það
skiftir miklu máli, að sú skoðun festi rætur í meðvit-
und þjóðarinnar og þá sérstaklega hinnar uppvaxandi
kynslóðar, að landnám sé fær leið til sjálfstæðrar at-
vinnu og afkomu, svo ungt fólk setji sér það markmið,
strax og það byrjar að taka laun fyrir vinnu sína, að
safna fjármunum og þekkingu í því augnamiði að
verða nýbyggjar, en til þess að þetta geti orðið, þarf
fyrst og fremst að koma heilsteypt og heilbrigð nýbýla-
löggjöf, sem opnar ungu kynslóðinni aðgang að land-
námi með hagkvæmum kjörum.
Nýbýli geta myndast á tvennan hátt: 1) Sem einstök
býli til og frá um bygðir landsins, út frá eða í sam-
bandi við eldri býli. Þessi tilhögun við býlaf jölgunina
kemur aðallega til greina, þar sem venslafólk, er nytjar
bújörð í sameiningu, á hlut að máli, eða þegar einstakl-
ingar, sem hafa góðar tekjur af atvinnurekstri óskyld-
um landbúnaði, leggja tekjuafgang sinn í ræktun og
nýbýli. Flest eða öll þau nýbýli, sem reist hafa verið