Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Blaðsíða 38
40
líka komið til greina hvað sauðfjáráburð áhrærir, bar
sem féð hefur kraftmikið fóður eða sjávarbeit og er
látið liggja á grindum. Hvað varðveitslu áburðarins á-
hrærir að öðru leyti, þá vil eg sérstaklega taka það
fram, að þvagið, sem inniheldur mikið af auðleystri og
rokkendri jurtanæringu, þarf að geyma í lagar og loft-
þéttum gryfjum, þar til tími er kominn til að bera það
á. Efnasambönd hins fasta áburðar eru aftur á móti
svo torleyst, að ástæðulaust er að gera kostnaðarsamar
ráðstafanir við varðveitslu hans. Heppilegast mun vera
að blanda hrossataði og kúamykju saman og má þá
geyma hvorutveggja í vel uppbornum haug á sléttum
og hörðum grunni, án frekari ráðstafana. Þó eg oft áð-
ur í Ársritinu hafi rælt um þessa aðferð við geymslu
áburðarins, vil eg þó ennþá einu sinni, í stórum drátt-
um taka fram þá kosti, sem henni fylgja: l)Vér fáum
á þennan hátt mikið af auðleystum og fljótvirkum á-
burði, sem ella fer forgörðum að meira eða minna leyti.
2)Vér fáum á þennan hátt mikið af fljótandi áburði,
sem er mjög auðvelt að bera á, krefst engrar ávinslu,
kemst greiðlega niður í jarðveginn og er mjög hag-
kvæmur fyrir jurtagróðurinn. 3) Vér spörum nokkura
vinnu við áburðardreifingu og auk þess alla þá vinnu,
sem annars gengur til að afla þurkefnis í flórana,
keyra það út og vinna niður í jarðveginn. 4) Að lokum
getum vér með þessu móti komist af með miklu minni
og þar af leiðandi ódýrari áburðargeymslur, heldur en
ef vér viljum geyma þvag og mykju í einu lagi. Til
frekari skýringa þessu máli, skal eg birta hér nokkur-
ar niðurstöðutölur úr tilraunum Ræktunarfélagsins:
1. Tilraun meö haustbreiðslu og vorbreiðslu á blönd-
u&um áburði (þvag og mykja í einu lagi) og á mykju
einni saman.