Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Blaðsíða 65
67
móðurbýlin, þá ætti að vera kleyft, með þeirri afkomu,
sem hér er gengið út frá, að reisa öll býlin á 10—15
árum.
Eg hefi áður drepið á það, að hagnýting náttúrlegra
orkulinda geti verið nýbýlahverfunum til mikils stuðn-
ings og hagræðis, en það mætti líka snúa þessu við og
segja, að þéttbýlið skapaði aðstöðu til að hagnýta slíka
orkugjafa, svo sem, vatnsafl og jarðhita. Enginn getur
gengið þess dulinn, hvílíkt hagræði slík orka gæti verið
fyrir nýbýlin á ýmsan hátt, og hve mikla möguleika til
víðtækrar hagnýtingar á þessari orku nýbýlin geta
skapað. Sem dæmi upp á sérstaklega hagstæða aðstöðu
í þessum efnum má nefna hverina í Reykjahverfi í
Þingeyjarsýslu. Hverirnir eru um 18 km. frá Húsavík
og alla þessa leið er óslitið og ágætt ræktunarland.
Væri vatnið frá hverunum leitt til Húsavíkur, sern
virðist fyllilega kleyft, mundi þarna skapast sérstak-
lega hagstæð skilyrði fyrir nýbýli, fyrst og fremst
vegna heita vatnsins og í öðru lagi vegna þess athafna-
lífs, sem hagnýting hveravatnsins hefði í för með sér
á Húsavík. Væri hinsvegar fyrst unnið að því að reisa
þarna stórt nýbýlahverfi, mundi það ekki aðeins greiða
fyrir því, að þessi auðæfi, sem í árþúsundir hafa
streymt þarna ónotuð upp úr skauti jarðarinnar, yrðu
tekin til afnota, heldur blátt áfram gera það alveg
sjálfsagt, og vafalaust má víða hér á landi finna hlið-
stæða aðstöðu og þarna er um að ræða-
Eg get nú búist við, að ýmsum finnist ekki ára til
þess nú að ræða um slíkar framkvæmdir sem þessar,
því hvorki ríkissjóður, sveitafélög eða einstaklingar
geti lagt fram fé til þeirra. Á það má þó benda, að ein-
mitt nú ver ríkið og einstök sveitafélög hundruðum
þúsunda króna til meira eða minna arðlausra og
5'