Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Blaðsíða 44
46
en þá var gerð sú breyting, að þvagið var borið á sér-
staklega og er notaður /3 hluti þvags móti % hlutum
mykju. Styður þetta það, sem áður hefur verið sagt
um þá þýðingu, sem aðskilnaður áburðarins hefði fyrir
ræktunina. Að hér er ekki að ræða um árferðisáhrif
sýna tölurnar í svigunum, en það er uppskera hlið-
stæðra liða tilraunarinnar, er öll árin hafa fengið jafn-
an skamt af tilbúnum áburði. 3) Að lokum sjáum vér,
að sáðsléttan hefur gefið að meðaltali á ári 65,5—74,3
hesta af heyi fyrir 30 þús. kg. af áburði, er mun mega
telja áburð undan þremur kúm, en það svarar til, að
fyrir áburðinn undan kúnni hafi fengist 22—25 hestar
af töðu, eða tæpir % hlutar þess fóðurs, sem kúm mun
venjulega vera ætlað hér og er þá talin með sú upp-
skera, sem þetta land mundi hafa gefið áburðarlaust.
Þetta virðist nú ekki sérlega glæsilegur árangur, en þó
er þess að gæta, að hér er í raun og veru um nýyrkju
að ræða, því þó talið sé, að nokkur hluti tilraunarinnar
sé gerður í gömlu túnþýfi, þá er það eigi rétt nema að
því leyti, að á þetta þýfi hafði verið borinn tilbúinn á-
burður um nokkura ára skeið, en búfjáráburður aldrei
og gat því tæplega verið þar að ræða um nokkurn veru-
legan samansparaðan áburðarforða. Spurningin er sú,
hvort vér undir slíkum skilyrðum, getum vænst meiri
árangurs af áburðinum en orðið hefur, og kem eg þá
að þeim áhrifum, sem áburðaraðferðirnar hafa á nota-
gildi búfjáráburðarins.
Eg skal þá strax taka það fram, að við tilraun þá,
sem nú hefur verið skýrt frá, hefði á tvennan hátt ver-
ið hægt að hagnýta áburðinn betur en gert hefur ver-
ið. í fyrsta lagi með því að nota aðskilinn áburð, þvag
og mykju sitt í hvoru lagi, frá upphafi og í öðru lagi
með því að plægja mykjuna niður í jarðveginn, í stað
þess að nota hana til yfirbreiðslu eins og gert hefur