Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Blaðsíða 97
99
sama svæði 512 og sama ár höfðu 87.7% af þeim jarða-
bætur, er mældar voru og metnar.
Árið 1931 eru búnaðarfélagsmeðlimir taldir vera 535
og þá höfðu 81.9% af þeim jarðabætur, er mældar voru
og metnar. í ár hafa jarðabætur verið mældar og metn-
ar hjá 81.6% af búnaðarfélagsmeðlimunum.
2. Vegna búfjárræktar:
Verið eftirlitsmaður fyrir Samband Nautgriparækt-
arfélaga Eyjafjarðar.
Til meðlima nautgriparæktarfélaganna hefi eg kom-
ið tvisvar til hvers félagsmanns. Fyrri ferðina í vor og
sumar, en þá síðari nú í vetur.
Á ferðum þessum hefi eg athugað skýrslugerðina og
lagfært hana, hafi þess verið þörf, gefið mönnum leið-
beiningar, þar sem mér hefur fundist að þeirra þyrfti
sérstaklega við og þá leiðbeiningar um ýmislegt eftir
því, sem mér hefur fundist við eiga á hverjum stað.
Eg hefi gert 4 fitumælingar frá hverju heimili síðan
í júní og til áramóta.
1. mæl. var gerð frá 18. júní til 13. júlí, alls úr 929 kúm
2. mæl. var gerð frá 27. ág. til 14. sept., alls úr 966 kúm
3. mæl. var gerð frá 25 okt. til 10. nóv., alls úr 906 kúm
4. mæl. var gerð frá 29. nóv. til 27. des., alls úr 893 kúm
Af tveim eðlilegum ástæðum hefur ekki verið hægt
að fá mjólk úr öllum kúnum í hvert sinn, er mælt hef-
ur verið, og þá vegna þess, að annaðhvort hefur mjólk-
in verið svo lítil, að ekki hefur þótt ráðlegt að taka af
henni til feitirannsóknar, eða að kýrin hefur verið geld.
Mest hefi eg mælt úr 86.5% af kúm nautgriparækt-
arsambandsins og minst úr 80.5% af þeim.
Á ferð minni um nautgriparæktarsambandssvæðið í
vetur, mældi eg 1109 kýr og fann út, eftir þeirri mæl-
7*