Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 94
%
Þessir fulltrúar mættu:
Jarðræktarfélag Ak.: Jón Jónatansson, Akureyri.
Bún.fél. Arnarneshr.: Tryggvi Konráðsson, Bragholti.
— Árskógsstr.hr.: Kristján Kristjánsson, Hellu.
— Svarfdæla: Gisli Jónsson, Hofi.
— öxndæla: Sigfús Sigfússon, Steinsstöðum.
— Hrafnagilshr.: Halldór Guðlaugsson, Hvammi.
— öngulstaðahr.: Björn Jóhannsson, Laugalandi.
Alls mættu 7 fulltrúar.
Var þá tekið fyrir:
I. Garörækt: Formaður sambandsins reifaði málið
og gat um, hver nauðsyn væri á að auka garðræktina,
en jafnframt því yrði að sjá fyrir nægu útsæði og
góðu, og benti á, að búnaðarfélögin ættu að beita sér
fyrir því, hvert í sínum hreppi, eftir megni. Um þetta
mál urðu allmiklar umræður og lagði formaður fram
eftirfarandi tillögur:
»Framhaldsaðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarð-
ar skorar á stjórnir búnaðarfélaganna á sambands-
svæðinu:
1. Að safna skýrslum um stærð kartöflu- og rófna-
garða, sem nú eru starfræktir innan félaganna.
2. Að afla upplýsinga um, hve mikið meðlimir félag-
anna ætla að auka garðyrkju á næsta vori og brýna
fyrir þeim, að undirbúa þau lönd, sem taka á til
garðyrkju, í haust svo sem hægt er.
3. Að safna skýrslu um uppskeru og hlutast til uro,
að útsæði sé haldið eftir í félögunum, eftir því sem
þörf krefur, og félagsmenn eigi einhversstaðar á
félagssvæðinu kost á öruggri geymslu fyrir útsæði.
4. Að senda stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarðar
fyrir lok desembermánaðar pantanir um kartöflu-