Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 35
37
og minna tap á sér altaf stað við geymslu áburðarins
og að nokkuð hlýtur altaf að tapast við ummyndun efn-
anna í jarðveginum og því meir, sem áburðaraðferðirn-
ar eru ófullkomnari, þá má telja þessa niðurstöðu
sæmilega, þó er þess að gæta, að uppskera túnanna er
ekki einvörðungu að þakka þeim áburði, sem borinn er
á, því jafnvel óáborið land gefur nokkura uppskeru og
svo miðast þessi niðurstaða og niðurstöður flestra
þeirra, sem um þetta höfðu ritað, við áburðarþörf gam-
allar ræktunar, sem búið er að bera á í áratugi og jafn-
vel árhundruð, en út frá því sjónarmiði var vitanlega
ókleyft að álykta um vaxtarmöguleika ræktunarinnar.
Til þess þurfti fyrst og fremst að þekkja áburðarþörf
nýyrkjunnar og hversu vel búfjáráburðurinn nægði til
fóðuröflunar á þeim vettvangi.
Þó lítið hafi verið gert tvo síðustu áratugina til að
rannsaka áburðarþörf ræktunar og hagnýting búfjár-
áburðar hér á landi, þá getum vér þó af ræktunarfram-
kvæmdum síðustu ára, reynslu vorri af notkun tilbúins
áburðar og af tilraunum, sem gerðar hafa verið og ver-
ið er að gera, dregið ýmsar ályktanir, sem miða að því
að upplýsa þetta mál.
Þegar vér viljum gera oss grein fyrir þeim árangri,
sem vér fáum af áburðinum, verðum vér fyrst og
fremst að athuga, á hvern hátt gróður hins óræktaða
lands fær næringu sína og hvort vér á einn eða annan
hátt getum haft áhrif á það frjóefnamagn, er jurtun-
um berst á þann hátt.
Svo sem kunnugt er, eigum vér mikið af graslendi,
sem árlega gefur talsverða uppskeru, án þess nokkur
áburður sé á það borinn og í sumum tilfellum getur
jafnvel verið um talsvert mikla og árvissa uppskeru að