Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Blaðsíða 59
61
hér á landi á síðari árum, eru til orðin á þennan hátt-
Þótt eigi sé hægt að gera ráð fyrir að býlum fjölgi til
verulegra muna með þessu móti, þá er þó nauðsynlegt
að örfa þessa hreifingu með hagkvæmri nýbýlalöggjöf,
því hún er að því leyti hagkvæm, að hún miðar að því
að þétta byggingu sveitanna yfirleitt, stuðlar að al-
mennari áhuga fyrir málinu, beinir fjármagni, sem
skapast við annan atvinnurekstur að ræktun og land-
búnaði, en er þó í aðalatriðunum innan takmarka ein-
staklingsframtaksins. 2) Eigi býlum að fjölga til veru-
legra muna í landinu, veður þó vafalaust að fara þá
leið að mynda nýbýlahverfi á skipulagsbundinn hátt,
þar sem sérstök skilyrði eru fyrir hendi, svo sem: Auð-
unnið og samfelt ræktunarland, hagkvæm aðstaða til
sameiginlegra nota á náttúrlegum orkulindum eins og
vatnsafli og jarðhita, góð skilyrði til fjölbreyttrar
framleiðslu og sæmileg aðstaða til að breyta fram-
leiðslunni í seljanlegar afurðir og til að koma þeim á
markað.
Það sem fyrst og fremst þarf að gera, er að opna þau
landsvæði, sem hafa hentug skilyrði til landnáms og
mætti gera það með ýmsu móti. Gæti t. d. komið til
greina, að ríkið keypti löndin eða tæki þau til lúkning-
ar skuldum og skyldum, skylda mætti eigendurna til
að láta þau af hendi á erfðafestu eftir ákveðnum regl-
um og í mörgum tilfellum gætu eigendurnir sér að
skaðlausu látið löndin af hendi endurgjaldslaust, með
tilliti til bættrar aðstöðu fyrir þeirra eigin búrekstur,
eða hagkvæm afnot þeirra orkulinda, sem starfræktar
yrðu í sambandi við nýbýlahverfin.
Þegar búið er að opna stærri ræktunarsvæði til land-
náms, þarf að mæla þau og kortleggja, skifta þeim
niður í hæfalega stórar spildur fyrir býli, planleggja
vegi og framræslu, velja bæjarstæði og gera áætlanir