Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Blaðsíða 26
28
Birki, reynir, hegg, víðir o. fl. var plantað í græðibeð
í vor, og dafnaði flest af því vel í sumar.
Plöntur voru látnar héðan burt eftir því, sem hægt
var, aðallega um Norðurland, því mikið vantar til að
hægt sé að fullnægja eftirspurn, sem altaf fer vaxandi.
Tré og runnar laufguðust vel og blómstruðu mikið í
maí og júní.
Berjarunnar blómstruðu mikið í vor, en þroskuðu
seint ber, svo töluvert var eftir af óþroskuðum berjum
þegar frostin komu; af ribsberjum var þó týnt nokkuð
mikið. .
Blómarsekt.
3. og 4. maí var miklu sáð í vermihúsinu af blóma-
fræi. Levköj og morgunfrú var búið að sá áður og það
farið að spíra. Flest af fræinu spíraði eftir 4—6 daga
og það svo vel, að yfir því er ekki að kvarta. Og eftir
ástæðum gekk vel með blómaræktina í sumar, þó stund-
um væri sólarlítið.
f byrjun júní stóðu prímúlur, gullhnappar, bergenía
o. fl. alsett stórum og fallegum blómum, og þar á eftir
komu hin fjölæru blómin, sem flest náðu því að
blómstra vel. Sumarblómum, sem inni var sáð, var
flestum plantað um, og plönturnar látnar venjast úti-
loftinu áður en þeim var plantað út í garðinn, og þeim
farnaðist vel, plönturnar voru kröftugar og báru falleg
blóm.
Af einærum blómum, sem ekki hafa verið hér áður,
var ekki mikið í sumar, má þó nefna eina plöntu, Mí-
mulus tigrinus, lág planta með ljómandi fallegum
blómum, og virðist heldur gott að rækta hana. Mímulus
var sáð inni 3. maí, plantað út í garðinn fyrstu dagana
í júní og blómstraði í ágúst.
Mímulus cardinalis þykir falleg pottaplanta.