Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 57
Nokkur orð um nýbýli.*
Að undanförnu hefur nýbýlamálið nokkuð borið á
góma í málgögnum hinna pólitísku flokka hér hjá oss
og eins og flest annað, sem rætt er á þeim vettvangi,
orðið að deiluefni. Þar sem allir eru í raun og veru
sammála um, að þörf sé á að fjölga býlum í landinu,
hefur deila þessi aðallega snúist um aukaatriði — keis-
arans skegg — en lítið verið hirt um að rökræða kjarna
málsins, eða þá möguleika, sem hér eru til nýs land-
náms og á hvern hátt megi takast, að reisa hér nýbýli,
sem borið geti meginhluta þess kostnaðar, sem bygging
þeirra og ræktun hefur í för með sér, en veitt geti tals-
verðum hluta fólksviðkomunnar í landinu sjálfstæöa,
heilbrigða atvinnu og viðunandi afkomu. í eftirfarandi
línum vil eg ræða lítilsháttar um það, sem eg tel vera
no'kkur grundvallaratriði í þessu máli, þótt rúm Ársrits-
ins leyfi eigi að eins ýtarlega sé um það ritað og æski-
legt væri.
Vér verðum fyrst og fremst að líta á nýbýlamálið
sem þjóðfélagsmál, en ekki hagsmunamál neinnar sér-
stakrar stéttar, því hverjar þær athafnir þjóðfélags-
*) í grein þessari er að nokkuru leyti stuðst við fyrirlestur um
þetta efni, sem eg flutti á Húsavík og Laugaskóla í desem-
ber síðastl. Ó. J.