Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 30
framleiðslukostnaði landbúnaðarafurðanna aðkeyptar
efnisvörur.
Það geysilega verðfall, sem orðið hefur á landbúnað-
arafurðum 2 undanfarin ár, hlýtur óhjákvæmilega að
knýja bændur til hins ítrasta sparnaðar og er þá eðli-
legt, að fyrst og fremst sé reynt að spara aðkeyptar
vörur.
Þegar vér frá sjónarmiði landbúnaðarins athugum
þennan lið framleiðslukostnaðarins, getum vér flokkað
hann í þrent:
1. Algengar nauðþurftavörur (matvæli- klæðnað o. s.
frv.).
2. Stofnkostnaðarvörur (vélar og verkfæri, grasfræ,
girðingar- og byggingarefni).
3. Hráefni, sem framleiðslunni eru nauðsynleg, svo
sem: Tilbúinn áburð og fóðurbæti.
Um tvo fyrstu flokkana skal eg ekki fjölyrða; þær
vörur, sem þar eru taldar, má vitanlega á krepputím-
um eins og nú, spara til mikilla muna. Neytsluvörur
þær, sem búin framleiða, hafa svo lítið söluverð, að
ódýrara og hagkvæmara er að nota þær til fæðis á
heimilunum heldur en aðkeypt matvæli og eins er það
eðlilegt, að framkvæmdum, sem ekki eru óhjákvæmi-
legar, sé skotið á frest til betri tíma. Um síðasttalda út-
gjaldaliðinn er talsvert öðru máli að gegna; ógætileg-
ur sparnaður á þeim vörum, er þar eru taldar, og þá
sérstaklega tilbúnum áburði, hlýtur óhjákvæmilega að
draga úr framleiðslunni og getur auk þess haft varan-
lega rýrnun, á verðmætum búnaðarins, í för með sér.
(Sbr. »Kreppan og áburðurinn«, Ársrit Rf. Nl. 1931,
bls. 37). Það er á hinn bóginn augljóst, að sé mögulegt,
að einhverju eða öllu leyti að spara þessi útgjöld, án
þess að framleiðslan bíði hnekki af, þá er ekki aðeins
um augnabliks kreppuráðstöfun að ræða, heldur um