Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 54
56
skýrslum þeim, er um það efni berast frá Finnlandi.
Vélþurkunin útheimtir þó mikið eldsneyti og er að því
leyti óaðgengileg fyrir oss, nema ef vera skyldi á ein-
staka stað, þar sem um ódýran hita, eins og hverahita,
er að ræða. A. I. V. votheysgerðin ætti aftur á móti að
geta komið hér að talsverðu liði, og var byrjað að gera
tilraunir með þessa heyverkunaraðferð hér síðastliðið
haust og verður þeim sennilega haldið áfram á kom-
andi sumri.
Öllum almenningi er það fyllilega ljóst, hvers virði
hagstæð heyskapartíð er, en eg efast um, að allir, sem
við heyskap fást, geri sér grein fyrir því, að jafnvel
þegar best lætur, fáum vér þó eigi nema % hluta þess
fóðurs, sem túnin gefa af sér, í heystæði sem fullverk-
að fóður. Tækist oss að hindra þetta tap að öllu leyti,
væri það sama sem, að vér bættum l/g við uppskeru
túnanna, að vér værum jafn byrgir með 32 hesta af
töðu fyrir kúna, eins og vér erum nú með 40 hesta, eða
að bóndi, sem aflaði 400 hesta af töðu, væri eins vel
byrgur af fóðri, eins og sá, sem nú aflar 500 hesta með
venjulegum aðferðum og fær þá vel hirta í hlöðu. Vér
sjáum af þessu, að jafnvel þó oss tækist aðeins að
minka tapið við heyverkunina um helming, þá er samt
um svo mikið verðmæti að ræða, að nokkuð er til þess
vinnandi.
Niðurstöður mínar verða þá þessar:
Það eru miklar líkur til, að vér getum viÖhaldið þeirri
ræktun, er vér þurfum til fóöuröflunar, án áburðar-
kaupa, og getum fullnægt fóöurþörf búfénaöar vors,
í öllum tilfellum, án þess að kaupa fóöurbæti, ef oss
tekst aö uppfylla eftirfarandi skilyröi:
1- AÖ skapa hentugt jarövegsástand i túnunum með
hagkvæmri framræslu og jarðvinslu.