Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Qupperneq 99
Um kynbætur
Þegar menn virkilega fara að hugsa um kynbætur,
þá er ekki nema eðlilegt að menn líti fyrst á það, að
dýrin verða að venjast þeim lífsskilyrðum, sem fyrir
hendi eru á þeim og þeim stað, enda er það líka því
nær gefið, að þeir kynstofnar, sem eru þar fyrir, reyn-
ist ábyggilegastir til umbóta.
Það hefur altaf þótt varhugavert að flytja dýrin
mikið til, sérstaklega að flytja þau frá betri til verri
skilyrða. Tilflutningur dýra hefur líka oft leitt til ár-
ættunar og veiklunar, sem þá um leið hefur gert þau
móttækilegri fyrir ýmsa sjúkdóma.
Kynbótafræðingar hafa haldið mest af því að gera
kynbætur á þeim kynstofnum er fyrir hendi hafa ver-
ið. Þar sem kynbætur eru lengst komnar, þar hafa dýr-
in verið flutt til sem allra minst.
Kynbótafræðingar og þeir menn, er mestar og best-
ar kynbætur hafa gert, hafa bygt á þeim dýrum er
staðvön voru á þeim og þeim stað, þó þau væru að
ýmsu leyti gölluð í fyrstu. Þetta hefur líka leitt til þess,
aðþeir hafa ekki orðið fyrir þeim vonbrigðum, sem menn
hafa orðið fyrir svo oft og víða, þegar öðruvísi hefur
verið farið að. Það virðist líka augljóst, að ekkert gæti
verið eðlilegra til að keppa að í kynbótum, en að fá öll
þau dýr sömu tegundar, sem staðvön eru, gerð eins góð
og þau bestu, sem meðal þeirra eru, því þeir kostir, sem
þau hafa hljóta oftast að vera í samræmi við þau skil-
yrði, sem fyrir hendi eru og með úrvali bestu dýranna
til kynbóta, að lífsskilyrðunum óbreyttum, ætti að vera