Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Síða 89
91
Nautgriparæktarsambandi Eyjafjarðar (sjá skýrslu
ráðunautsins).
2. Styrkur til garðyrkju. — Síðastliðið vor útvegaði
stjórnin þeim búnaðarfélögum, er þess æsktu, nokkuð
af kartöfluútsæði og matjurtafræi og varði um 350 kr.
til styrktar í þessu skyni.
3. Þá hefur sambandið styrkt sauðfjárræktarbúið á
Þórustöðum í öngulstaðahreppi með 100 kr. með því
skilyrði, að það nyti styrks sem fjórðungsbú samkvæmt
búfjárræktarlögum, og, að ráðunautur sambandsins
hefði eftirlit með búinu.
4. Stjórnin hefur varið 400 kr. til að kaupa sálfvirka
heyskúffu á sláttuvél, er Sveinbörn Jónsson, bygging-
armeistari á Knararbergi hefur fundið upp og nokkuð
var reynd á vegum Rf. Nl. síðastliðið haust. Er þetta
gert í þeim tilgangi að styrka uppfyndingamanninn og
eins til þess að fá tækifæri til þess að reyna nothæfi
þessa áhalds til hlýtar.
5. Stórninni var falið að gera samning við Naut-
griparætarsamband Eyjafjarðar um eftirlitsstarfsemi
ráðunautsins, og varð það að samningum, að Naut-
griparæktarsambandið greiddi kr. 1300.00 fyrir þetta
starf. Ennfremur hefur stjórnin samþykt að ganga að
tilboði Rf. Nl. um birtingu á skýrslum sambandsins o.
fl. í Ársritinu, og hefur hún ákveðið að kaupa 200 ein-
tök af ritinu til útbýtingar á sambandssvæðinu.
Stjórnin væntir þess, að á þessu nýbyrjaða ári verði
hægt að auka starfsemi sambandsins til verulegra
muna, og er sérstök ástæða að benda á, að nauðsynlegt
er að meira samstarf verði milli búnaðarfélaganna og
sambandsstjórnarinnar, t. d. að félögin leiti til stjórn-
arinnar um fyrirlestra og faglegar upplýsingar og til-
kynni henni um fundahöld sín, svo að einhverjum úr