Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Síða 23
25
IV. Verklegar framkvœmdir.
Eins og að undanförnu hefir nokkuð verið unnið að
nýyrkju, og voru fullgerðar ca. 2Y> dagslátta af sáð-
sléttum síðastliðið vor. Aðrar framkvæmdir hafa verið
fáar, því þó þörfin sé fyrir ýmsar endurbætur, þá tak-
marka fjárráðin, hvað hægt er að gera. Nokkuð af
þeim umbótum, sem gerðar hafa verið á íbúðarhúsinu
í Gróðrarstöðinni, og sem getið er um í síðustu skýrslu,
koma á þetta ár og svo hefir verið bygð ein lítil vot-
heysgryfja á Galtalæk og lögð þar ný vatnsleiðsla um
100 m. löng.
V. Fjárhagurinn.
Sennilega verður fjárhagurinn líkur um þessi ára-
mót og í fyrra, en um ágóða verður tæplega að ræða,
því þó félagið njóti allmikils styrks, þá er rekstur til-
raunanna og gróðrarstöðvarinnar kostnaðarsamur, en
tekjurnar af framleiðslu félagsins rýrna með lækkandi
verðlagi. Til þess að vega upp á móti verðfallinu, þyrfti
að auka framleiðsluna. Fóðuröflun félagsins er nú orð-
in það mikil, að hægt væri að stækka kúabúið, en til
þess þarf byggingar, sem félagið er ekki fært um að
reisa, eins og sakir standa, nema með lántöku, sem
helst ber að forðast. Af garðjurtum er vissastur mark-
aður fyrir kartöflur og sérstaklega mikil eftirspurn
eftir útsæði árlega, og er því ástæða til að auka þá hlið
ræktunarinnar. Vantar ennþá mikið til, að vér séum
sjálfbjarga í þeim efnum, sem vér þó ættum að geta
verið í flestum árum.
31. desember 1932.
ólafur Jónseon.