Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Síða 24
Garðyrkjuskýrsla 1932
Liðið er vor og sumar, og komið haust. Þá er að líta
yfir hvað unnist hafi í garðyrkjunni hér þetta árið.
Það hefur margt gengið heldur seint, þó hefur af flestu,
sem reynt hefur verið, sést nokkur árangur.
Aðkoman í vor var að mörgu leyti lík því, sem oft
hefur verið áður. Snjór var töluvert mikill í stöðinni
í maíbyrjun og fram um miðjan mánuð, svo lítið var
hægt úti að gera, nema undirbúa sólreiti, og á stöku
stað hægt að skera tré.
Eftir 14. maí byrjaði aðallega útivinnan og þá var
líka nóg að starfa, því margt kallaði að í einu. Skorið
var mikið af trjánum í vor og grisjaðir margir runnar,
því víða er trjágróðurinn farinn að standa of þétt í
stöðinni og smærri gróður, sem ræktaður hefur verið í
skjóli hans, fær ekki nóga sól.
Toppkal var ekki mikið á trjánum í vor, en ýmsar
skemdir af snjóþyngslum og sumstaðar þar, sem hall-
ar undan brekkunni, láu trén næstum því á hliðinni,
en margt af þeim trjám rétti sig við að nokkru leyti,
þegar snjóinn tók upp.
Lævirkjatrén, sem kólu vorið 1929, hafa altaf heldur
verið að ná sér og virtist mér þau standa með besta
móti í sumar, og gefur það vonir um, að þau eigi
nokkra framtíð.
í fræbeðum dó mikið af plöntum í vetur, eins og svo