Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Qupperneq 88
90
voru kosnir til aðstoðar, þeir Davíð Jónsson, hrepp-
stjóri á Kroppi og Kristján H. Benjamínsson bóndi á
Ytri-Tjörnum, undirbjuggu málið, sömdu uppkast að
lögum fyrir væntanlegt samband, er þeir sendu öllum
hlutaðeigandi búnaðarfélögum, og boðuðu svo til stofn-
fundar á Akureyri hinn 16. janúar 1932. Á þessum
stofnfundi var sambandið formlega stofnað, lög sam-
þykt, kosin stjórn og samin fjárhagsáætlun fyrir áríð
1932. En þar sem eigi var hægt á þessum fundi að
kjósa fulltrúa á Búnaðarþing, varð eftir fyrirmælum
Búnaðarfélags íslands að halda framhaldsaðalfund og
var hann haldinn á Akureyri þ. 17. júní s. á.
Starfsemin á þessu ári hefur verið fremur lítil og
liggja þær ástæður til þess, sem nú skal greina:
1. Tekjur sambandsins urðu rýrari en gert hafði ver-
ið ráð fyrir á fjárhagsáætluninni, og áleit stjórnin því
rétt að draga úr útgjöldunum, þar sem áríðandi er fyr-
ir sambandið að hafa nokkurt fé fyrir í sjóði þess frá
ári til árs.
2. Hinar ákveðnu tekjur innheimtast að nokkru eft-
irá, svo erfitt er að nota þær til framkvæmda sama ár
og þær eru áætlaðar.
3. Engar málaleitanir höfðu borist frá búnaðarfé-
lögum um námskeiðahald, verklegt eða munnlegt, sem
þó nokkurt fé var áætlað til á fjárhagsáætluninni.
4. útgjaldaliðir, sem ákveðnir voru á fjárhagsáætl-
uninni, komu fyrst til útgjalda á þessu nýbyrjaða ári.
Aðalstarfsemin á árinu er þessi:
1. Ráöunauturinn. Stjórnin réði Börn Símonarson,
landbúnaðarkandidat frá Enni í Skagafirði, fyrir ráðu-
naut sambandsins og tók hann við starfinu um miðjan
maí sl. Hefur hann annast mælingar jarðabóta og leið-
beiningar á sambandssvæðinu og ennfremur eftirlits-
starfsemi í þeim nautgriparæktarfélögum, sem eru í