Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Síða 45
47
verið. Hefði t. d. mátt plægja mykju til 4ra ára niður,
um leið og landið var unnið og endurtaka það svo að
fjórum árum liðnum.
Það liggur í augum uppi, að sú áburðaraðferð, er vér
notum alment og sem er í því fólgin, að föstum búfjái’-
áburði er dreift í þunt lag yfir túnin og hann látinn
liggja þannig fyrir áhrifum allra veðra í vikur og mán-
uði samfleytt, er svo ófullkomin, sem mest má verða.
Áburðarefnin gufa burtu og skolast burtu, en eftir
verður hrat, sem í óhagstæðri veðráttu kemur gróðrin-
um að litlum eða engum notum. Til þess að bæta úr
þessu, verðum vér að leita að færum leiðum til að
koma áburðinum niður í jarðveginn strax og hann er
keyrður út. Ræktunarfélagið hefur gert nokkurar til-
raunir með þetta og er skýrsla yfir þær birt í Ársrit-
inu 1930. Sýna þessar tilraunir, að með því að plægja
áburðinn niður er hægt að auka notagildi hans um
minst 25% og sennilega miklu meira- Ræktunarfélagið
er nú að rannsaka þetta frekar og þá sérstaklega,
hvaða áhrif áburðarmagnið, sem í einu er plægt niður,
hafi, og vil eg skýra lauslega frá þeim árangri, sem
þessi tilraun hefur þegar borið, þó henni sé hvergi
nærri lokið. Eg tek hér aðeins nokkura liði tilraunar-
innar, og fá þeir allir jafna yfirbreiðslu af þvagi, 9000
kg. pr. ha. árlega. Aðeins fyrsti liðurinn fær árlega
yfirbreiðslu af mykju, 15000 kg. og er óhreifður; himr
voru plægðir þegar tilraunin hófst og mykja til 2ja
ára, 30 þús. kg., til 4ra ára, 60 þús. kg. og til 6 ára, 90
þús. kg., borin undir plógstrengina. Uppskeran hefur
orðið þannig í 100 kg- heys pr. ha. í þau tvö ár, sem
tilraunin hefur verið starfrækt.