Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Page 84
86
mönnum búnaðarfélaganna að haustinu með sama
þunga af góðum kartöflum eða í peningum við því
verði, er sambandsstjórnin ákvæði, en búnaðarfélögin
skyldu hvert um sig ábyrgjast endurgreiðslu félags-
manna sinna. Öllum búnaðarfélagsmeðlimum var heim-
ilt að panta og komu útsæðispantanir frá öllum búnað-
arfélögum sýslunnar, samtals 75 tunnur. Stjórn sam-
bandsins sneri sér því næst til Búnaðarfélags Islands
með útvegun útsæðis og var það pantað frá útlöndum,
þar eð ókleyft reyndist að fá útsæði innanlands. út-
sæðið kom í seinna lagi og reyndist mjög óhentugt (of
stórt), varð lítill tími til að láta það spíra og margir
settu það niður óspírað. Uppskeran varð mjög mis-
jöfn, sem bæði stafaði af útsæðinu og svo hafa líklega
nýju garðarnir víða ekki verið búnir að fá þann und-
irbúning er þurft hefði. En sambandsstjórnin væntir
þess að bændur láti slík mistök ekki verða til þess að
þeir stingi við fæti á þessari leið, heldur haldi ótrauðir
áfram. Þrátt fyrir þessar misfellur hefir þessi tilraun
sambandsins og sú vakning, sem umræður um málið
höfðu í för með sér, orðið til þess að auka garðræktina
í héraðinu að stórum mun, eins og eftirfarandi skýrsla
(bls. 87) ber með sér.
Þess skal getið að skýrsla þessi er samin eftir upp-
gjöf hreppstjóranna, en ekki tókst að ná þessu úr
Skefilsstaðahreppi í tæka tíð.
2. Mælinpar og leiSbeiningar.
Sambandið hefir í sinni þjónustu sem ráðanaut Vig-
fús Helgason kennara á Hólum og framkvæmdi hann
allar jarðabótamælingar í sýslunni á tímabilinu frá
byrjun júlí til 6. október og veitti bændum auk þess
ýmiskonar leiðbeiningar. Fer hér á eftir (bls. 88) út-
dráttur úr mælingaskýrslu hans.