Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1932, Side 40
42
Ár Áburðarlaust Mykja Þvag y2 mykja+% þvag Tilb. áb.
1929 23,ö 25,5 46,0 42,5 61.5
1930 15,0 24,0 38,5 33,5 43,5
1931 14,8 30,2 53,4 53,4 53,3
1932 16,5 30,5 69,5 66,0 52,0
Samtals 68,8 110,2 207,4 195,4 210,3
Meðalt. 17,2 27,6 51,9 48,9 *52,ð
Vaxtarauki 10,4 34,7 31,7 35,4
Það sem þessi tilraun sérstaklega sýnir er: 1) Yfir-
burði þvagsins sem áburðar fram yfir mykjuna. Þann-
ig hefur, fyrir hver þúsund kg. af mykju, aðeins feng-
ist laklega 38 kg. vaxtarauki af heyi, en þúsund kg. af
þvagi hafa gefið 195 kg. vaxtarauka eða 5 sinnum
meira. 2) Það virðist sérstaklega hagkvæmt að nota
þvag með mykjunni; þvagið er borið á þegar ávinslu
mykjunnar er lokið. Þannig kemur það í ljós, ef vér
tökum meðaltal af vaxtarauka þeirra liða, er fengið
hafa annaðhvort þvag eða mykju einvörðungu, að hann
nemur tæpum 100 kg. af heyi fyrir hver þúsund kg. af
áburði, en 140 kg., þegar þvag og mykja voru notuð til
samans. 3) Þá sýnir þessi tilraun nokkurnveginn köfn-
unarefnisverðmæti þvagsins og lætur nærri að þurfi
3,5 m3 eða 3500 kg. af þvagi til að jafngilda 1 sekk af
kalksaltpétri, en það svarar til, ef vér göngum út frá
að köfnunarefnismagn þvagsins liggi milli 0,5 og 0,6%,
að á móti hverjum 15,5 kg. af saltpétursköfnunarefni
þurfi 18—20 kg. af köfnunarefni í þvagi og má kalla
þetta mjög gott, þegar þess er gætt, að flest árin, sem
tilraun þessi hefur verið starfrækt, hefur veðráttan
verið fremur óhagstæð fyrir hagnýtingu þvagáburðar.
Þessar tilraunir sýna greinilega, að það skiftir miklu
máli, hvernig áburðurinn er geymdur og í hvaða ásig-
komulagi hann er borinn á.