Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 4

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 4
4 orðið hafi vegna þess, að eftir að S. N. E. tók til starfa var tekið að vanda val undaneldisdýra og einkum lögð áherzla á að velja kyngóð naut og halda þeim sem lengst í félögun- um. Það er mjög eðlilegt, að áhrifa þessa færi fyrst að gæta eftir nokkurra ára starf. Þess hefði mátt vænta, að hækkunin , hefði að einhverju leyti orðið vegna þess, að 1944 og 1945 bætast tvö rótgróin og allstór nautgriparæktarfélög í hópinn, en eigi sjást þess nein merki og verður því að telja, að þá < þegar hafi yngri félögin staðið jafnt þeim eldri, er starfað höfðu óslitið frá 1904. Eftir 1944 og fram til 1952 virðist engin afurðaukning verða hjá S. N. E. Ársnyt fullmjólkandi kúa stendur í stað og fitumagn mjólkurinnar fer fremur minnkandi en vax- andi. Ástæður til þessarar kyrrstöðu geta verið ýmsar, en líklegt er, að mestu valdi, að hin gamla tilhögun kynbót- anna, er byggðist á nautum staðsettum hér og þar út í sveit- unum, er í upplausn. Hún hafði alltaf verið háð miklum takmörkunum. Notkun hvers nauts varð lítil og erfitt að nota þau er þau gerðust gömul. Gerðust þau þá ýmist þung- fær og værukær, eða baldin og erfið í meðförum. Þegar svo kúnum á bæjunum fjölgaði, jafnhliða því að starfandi fólki fækkaði stórlega, komu erfiðleikarnir við notkun sveita- nauta betur og betur í ljós. Varð þá að fjölga nautum, jafn- framt því, sem erfiðara reyndist að gera þau gömul, og sumir freistuðust til að ala nautkálfa upp á eigin spýtur og létu skeika að sköpuðu um kynbæturnar. Má fullyrða, að ef ekki hefði verið horfið að nýju skipulagi á þessum mál- um, hefði stefnt til meiri eða minni upplausnar og öng- þveitis í kynbótastarfinu. Sœðingarnar og áhrif þeirra. En einmitt þegar vankantar hinnar gömlu tilhögunar eru að verða augljósir, hverfur S. N. E. að nýrri skipan þessara mála, er áður var óþekkt hér á landi. Árið 1946 ræðst

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.