Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 6

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 6
6 Samdráttur sá í sæðingastarfinu, er gerður var eftir 1949, varaði ekki lengi. Um 1954 fer sæðingum aftur að fjölga og fer svo fjölgandi ár frá ári og skortif nú lítið á, að um 3000 kýr fái kálf við sæðingu á sambandssvæði S. N. E. árlega. Árið 1957 ættu samkvæmt hagskýrslum um 4300 kýr og kefldar kvígur að hafa verið á sambandssvæðinu, og hafa þá 64% þeirra fengið kálf við sæðingu. Engum, sem athugar þetta, getur dulizt, hve geysilegur styrkur sæðingarnar eru í kynbótastarfinu, en þó svo aðeins að nautin, sem notuð eru á sæðingarstöðvunum, séu örugg- lega góð til kynbóta. Þau þurfa því helzt að vera fullreynd, áður en farið er að nota þau mikið til sæðinga. A þessu voru að sjálfsögðu nokkur vandkvæði hjá S. N. E. í upphafi sæð- ingarstarfseminnar, og hefur lengst af þurft að nota naut, sem eigi var vitað um hvert kynbótagildi höfðu, meira en æskilegt hefði verið. Engu að síður má færa sterk rök að því, að sæðingarnar hafi nú þegar leitt til verulegra umbóta á kúastofninum, auk þess sem þær leystu nautahaldið og rækt- unarstarfið úr algerri sjálfheldu. Áður var að því vikið, að eftir 1944 verður engin fram- för í afköstum kúnna á sambandssvæðinu í átta ár, og voru færð nokkur rök að því hverju þetta sætti. Áhrifa sæðing- anna gætti að sjálfsögðu ekki fyrr en eftir nokkur ár. Fyrst þurfti að finna líkleg naut og hin nýja tilhögun að útbreið- ast. Þá þurfti að ala upp nýjan kúastofn, orðinn til við sæð- ingu, og sá stofn að verða fullmjólka, áður en áhrifin gátu komið fram á skýrslum. Þetta hlaut að taka nokkur ár. Svo skeður það undarlega, að 6—7 árum eftir að sæðingarnar hófust, eða 1952, taka afurðir kúnna á sambandssvæðinu aft- ur að aukast eftir átta ára kyrrstöðu og hafa farið vax- andi jafnt og þétt síðan, svo sem meðfylgjandi tafla sýnir:

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.