Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 7

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 7
7 Meðalnyt fullmjólkandi kúa hjá S. N. E. Mean yield of Cows fully in Milk at S. N. E. Mjólk Fita Fitu- Kjarnfóður Ár: kg % einingar kg Year Milk in kg Fat % Fat units Fodder mixturc 1952 ............. 3134 3.71 11.639 264 1953 ............. 3236 3.75 12.160 266 1954 ............. 3329 3.71 12.372 318 1955 ............. 3459 3.80 13.179 351 1956 ............. 3607 3.78 13.586 442 1957 ............. 3670 3.75 13.786 451 Aukning Increase 536 .. 2.147 187 I>að er erfitt að neita því, að þessi aukning sé kynbótum að þakka, og að sæðingarnar eigi drýgstan þátt í henni, því þótt benda megi á, að fóðurbætisnotkun vaxi með vaxandi afurðum, þá er það aðeins sjálfsögð og eðlileg afleiðing þess, að afköstin liafa aukizt og kýrnar þarfnast þar af leiðandi meira fóðurs. Auking afurða með kynbótum er gagnslaus, ef hún ekki er studd bættri meðferð og fóðrun. Svo vel vill til, að til er annar mælikvarði, sem sker úr um þetta, en það er mesta dagsnyt kúnna eftir burð, að vísu er hún eigi alveg óháð fóðri og meðferð, einkum undirbúningi undir burð, en þó óverulega, samanborið við ársnytina, og stjórnast fyrst og fremst af eðli kúnna og mjólkurlagni, en það er staðreynd.að um það bil er S. N. E. hóf starf sitt, var hæsta dagsnyt fullmjólkandi kúa varla yfir 14—15 kg að meðaltali, en er nú varla mikið undir 20 kg. Enginn vafi er á því, að kynbætur eiga megin-þáttin í þessu. Upphaf afkvœmarannsókna og markmið. Áður hefur verið vikið að þeim vandkvæðum, er á því voru að fá félaganautin í sveitunum fullreynd, er venjulega leiddu til þess, að nautin voru orðin alltof gömul, dáðlítil

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.