Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 37

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 37
39 28%. Hins vegar eru eiginleikar nautanna hvað mjólkur- fitu áhrærir áþekkir og góðir hjá báðum. (Samanber töflu I og II.) 2. Dætur Ægis virðast hafa augljósa yfirburði yfir mæð- ur sínar, bæði hvað mjólk og mjólkurfitu áhrærir. Mun ekki fjarri lagi, að munur þessi nemi í reiknaðri smjörfitu um 32%. Dætur Vallar gefa ekki teljandi meiri mjólk en mæð- urnar, en hins vegar mun betri mjólkurfitu, og nemur af- urðaaukningin í reiknaðri smjörfitu um 13%, samanber töflu IV. Með hliðsjón af þessum samanburði ætti erfðagildi Ægis, hvað fitu álirærir, að vera um 4.2% og Vallar um 4.27%. Þessar tölur eru þó heldur ónákvæmar, meðal annars vegna ófullnægjandi vitneskju um sumar mæðurnar. 3. Dætur Ægis virðast að lokum hafa nokkra yfirburði yfir jafnöldrur sínar í héraðinu að meðaltali, bæði hvað mjólkurhæð og mjólkurfitu álirærir. Miðað við smjörfitu nemur þetta um 11%. Vallardætur skortir iiins vegar rnikið til að geta jafnazt á við þessar jafnöldrur sínar hvað mjólkur- hæð áhrærir. Þótt mjólkurfitan sé ívið hærri nemur áhallinn samt um 15%, samanber töflu bls. 36. Að öllu þessu athuguðu er augljóst, að Ægir Iiefur erfða- eiginleika til mikilla afurða, mjtilkur og fitu og gefur það honum verulegt kynbótagildi, þrátt fyrir það þótt bygging lians sé enganvegin ákjósanleg. Völlur hins vegar hefur svo lélega erfðaeiginleika til mjólkur, að áhrif lians í nautgripa- stofninum eru ekki æskileg, þrátt fyrir það þótt hann virðist hafa góða eiginleika til mjólkurfitu og bygging hans verði að teljast dágóð. Þess má geta að Völlur varð ófrjór og var því drepinn löngu áður en rannsókn var lokið og vitað var um kynbóta- gildi hans.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.