Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 42
44 ar. En yfirleitt má segja, að það væri fyrst með stofnun hreppabúnaðarfélaga, að búnaðarumbætur hér í sýslu bófust. Fyrsta búnaðarfélagið, sem stofnað var bér í sýslu, var stofnað í Kelduhverfi. Var það Búnaðar- og framfarafélag Keldhverfinga, stofnað 11. júní 1887. Verður ekki vitað með vissu, hver aðalhvatamaður að stofnun þess félagsskapar var. En þátttakan var óvenju mikil frá byrjun, því 27 bænd- ur undirskrifuðu lögin, er samin voru og samþykkt á stofn- fundinum. Lög Búnaðar- og framfarafélags Keldhverfinga eru næsta athyglisverð, því þar gætir svo mikillar mannúð- ar og félagsþroska, enda er tilgangur félagsins tvenns konar. I fyrsta lagi að vinna að bættri jarðrækt og í öðru lagi að stuðla að bættri fjárhirðingu, kynbótum og ásetningi bú- penings á haustum. Til þess að hafa eftirlit með, að þeim ákvæðum laga félagsins yrði framfylgt, kaus félagið árlega tvo bændur til að fara um sveitina á vetrum til að líta eftir fóðrun, ásetningi og fóðurbirgðum. Á ^yrstu starfsárum Búnaðar- og framfarafélags Keld- hverfinga var aðallega unnið að engjarækt, með hleðslu flóðgarða og skurðagerð, og einnig að hleðslu túngarða. Um 1890 var byrjað á þúfnasléttun í túnum, mun það hafa verið Guðmundur Hjaltason, er þá var barna- og unglinga- kennari í Kelduhverfi, er fyrstur manna vann þar að þúfna- sléttun og hafði þá ekki önnur áhöld en pál eða reku. Stakk hann fyrst upp hnausa, er hann lagði til hliðar, pældi svo niður þúfurnar, sléttaði flagið og raðaði svo hnausunum aftur þannig, að hver hnaus kom þar, sem hann áður hafði verið. Var alveg furða, hve miklu einn maður gat afkastað á dag með svo frumstæðum vinnubrögðum. Ekki er vitað með vissu, hvaða ár farið var að nota und- irristuspaða við þúfnasléttun, en gera má ráð fyrir, að það hafi verið 1895—96, því vitað er, að um það leyti komu búfræðingar bæði frá Eiðum og Hólum í héraðið og ekki

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.