Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 44

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 44
46 þykkt að senda 20 pund af æðardún til Englands, til að sjá hvort ekki fengist þar hærra verð. Eigi er vitað, hvort þessi tilraun var gerð, eða hver árangur varð, enda voru ekki reglulegir fundir haldnir í félaginu nema í nokkur ár. Þótti sumum varpeigendum eftirlitið óþarflega strangt og reyndu að fara kringum sum ákvæði laganna. En þrátt fyrir það, þó þetta félag yrði eigi langlíft, ber þessi félagsstofnun for- göngumönnunum fagurt vitni um áhuga og skilning á að bæta og auka þessa búgrein, er á þeim árum átti mikinn þátt í góðri lífsafkomu fólksins þar í sveit. Hinn 6. marz 1892, var á Raufarhöfn haldinn stofnfund- ur Búnaðarfélags Presthólahrepps, samkvæmt fundarboði Jakobs Gunnlaugssonar, verzlunarstjóra þar. Var stofnun þessa búnaðarfélags óvenju vel undirbúin, því frumvarp að lögum fyrir félagið, hafði áður verið birt í sveitarblaði Sléttunga, svo bændur gætu kynnt sér það. Þótt þetta búnaðarfélag væri nefnt Búnaðarfélag Prest- hólahrepps, voru það aðeins bændur á Sléttu, sem stofnuðu það og starfræktu. Með stofnun þessa búnaðarfélags sýna bændur á Sléttu mikinn áhuga og félagsvilja. Því þarna eru að verki sömu menn, er fáum árum áður stofnuðu Æðar- ræktarfélag Sléttunga, sem enn var í fullu fjöri. Tilgangur þessa félags er að efla landbúnaðinn í öllum greinum, en einkum og sér í lagi að bæta og auka túnrækt, hlaða túngarða og bæta geymslu og liirðingu áburðar. Ber þessi tilgangur búnaðarfélagsins vott um góðan skilning stofnenda á búnaðarumbótum, enda var á næstu árum unn- ið jöfnum höndum að túnasléttun, byggingu safnþróa og hleðslu túngarða. Arið 1882 var settur á stofn búnaðarskóli á Hólum í Hjaltadal og ári síðar búnaðarskó 1 inn á Eiðum. Átti á þess- um skólabúum að vera fyrirmyndar búskapur, og átti þar að kenna bændaefnum nýja og bætta búnaðarhætti, bæði á sviði jarðræktar og búfjárræktar. F.inn af þeim mönnum úr þessari sýslu, er fyrstir tóku

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.