Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 46

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Side 46
48 Þann 16. janúar 1902, boðaði Björn Sigurðsson, bóndi í Ærlækjarseli, bændur úr Öxarfjarðar- og Presthólahreppum til fundar í Ærlækjarseli, og mættu 8 bændur úr báðum hreppunum. Aðal tilefni fundarins var að ræða um, hvert ekki væri hagkvæmt að endurvekja búnaðarfélög þessara hreppa, er bæði voru orðin mjög framkvæmdalítil, með því að sameina þau í eitt sterkt búnaðarfélag. Var Björn Sig- urðsson í Ærlækjarseli upphafsmaður að hugmyndinni og aðalhvatamaður að sameiningu félaganna. Var málinu mjög vel tekið á fundinum og sameiningin samþykkt samhljóða, samþykkt lög fyrir hið nýja félag, er nefndist Búnaðarfélag Öxarfjarðar- og Presthólahreppa. Var Björn Sigurðsson, bóndi í Ærlækjarseli og síðar um langt tímabil á Grjótnesi, kosinn formaður félagsins og var hann það öll þau ár, er sameiningin var við líði, enda var hann lífið og sálin í fé- laginu, sem frá byrjun var mjög athafnamikið. Aðal verk- efni félagsins var þúfnasléttun og útgræðsla túna. Nokkru eftir að félagið var stofnað, réði það Jóhannes Þórarinsson, búfræðing frá Skógum, til að standa fyrir jarða- bótavinnu á félagssvæðinu. Lagði Jóhannes til plóg, herfi og aktygi, en bændur lögðu til hesta. Var fyrst rist ofan af þúfunum og við það voru nú notaðir fyrirristuJhnífar og undirristuspaðar. Síðan voru flögin plægð og lierfuð. Var það stór framför frá því að stinga þúfurnar upp með reku. Þótti jarðabótaaðferð Jóhannesar gefast svo vel, að búnaðar- félagið keypti af honum jarðabótaáhöldin, og voru þau lengi notuð í félaginu. Þetta búnaðarfélag starfaði í 10 ár og var á því tímabili unnið mjiig mikið að jarðabótum, einknm í Presthólahreppi. Eftir 10 ára heillaríkt starf, var samvinnu Búnaðarfélags Öxarfjarðar- og Presthólahreppa slitið og aftur stofnuð sjálf- stæð búnaðarfélög í báðum hreppunum. Þann 28. des. 1912 var slofnað Btinaðarfélag Öxfirðinga. Aðal hvatamaður var Benedikt Kristjánsson, bóndi Þverá, og var hann kosinn formaður félagsins. í félagið gengu

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.