Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Blaðsíða 52
54
firði, Bakka í Kelduhverfi og ef til vill víðar. Voru þessar
sláttuvélar aðallega notaðar til að slá flæðiengi og lauf,
þóttu ekki slá nógu vel á túnum. Síðar var sláttuvélunum
breytt þannig, að tindar ljáberans voru þynntir og þéttaðir,
svo þeir hentuðu betur fyrir íslenzka staðhætti og hægt væri
að slá með þeim slétt tún með sæmilegum árangri, en þó
var það fyrst um og eftir 1930, að sláttuvélar náðu verulegri
útbreiðslu hér í héraði.
Rétt um síðustu aldamót keypti Björn Sigurðsson, bóndi
í Ærlækjarseli, fyrstu rakstrarvélina, er notuð var í þessu
héraði, en almennt voru þær ekki notaðar hér fyrr en löngu
seinna. En nú hafa þær náð almennri útbreiðslu og þykja
nálega jafnnauðsynleg heyskaparáhöld og handhrífur þóttu
áður.
Fyrstu snúningsvélarnar, er komu hér í liéraðið, keyptu
Guðmundur Gunnlaugsson, Ærlækjarseli, 1920, Halldór
Stefánsson, Valþjófsstöðum, og Friðrik Sæmundsson, Efri-
Hólum, 1936. En nú eru slíkar vélar á fjölda býla hér í
héraði.
Fyrsta áburðardreifarann keypti Jón Sigfússon, bóndi á
Ærlæk, 1937. Atti Jón hann í 2—3 ár, en seldi hann svo
Þórhalli Björnssyni, núverandi kaupfélagsstjóra á Kópa-
skeri. En nú eru áburðardreifarar í hverri sveit, en eru víða
sameign nokkurra bænda.
Árið 1930 var fyrsta dráttarvél til jarðvinnslu flutt inn í
héraðið á vegum B. S. N. Þ. Fór hún til búnaðarfélaganna
á austurhluta sambandssvæðisins. Ári síðar var keypt önnur
dráttarvél til afnota í vesturhluta sýslunnar. Þóttu þessar
vélar svo stórvirkar og afkastamiklar, að meirihluti búnað-
arfélaganna á sambandssvæðinu keyptu nokkru síðar hvert
sína dráttarvél. Árið 1947 festi B. S. N. Þ. kaup á beltis-
dráttarvél, er var notuð á vesturhluta sambandssvæðisins
1948. Árið 1949 kom önnur beltisdráttarvél á vegum B. S.
N. Þ. til búnaðarfélaga á austurhluta sambandssvæðisins.
Sama ár keypti félag bænda í Oxarfirði beltisdráttarvél, og