Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 57

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Síða 57
59 leita samþykkis þess og fjárstuðnings. En Sigurpáli Jónssyni var falið að skrifa öllum búnaðarfélagsformönnum í sýsl- unni, en oddvitum þeirra hreppa, þar sem ekki væru bún- aðarfélög og leita álits þeirra og stuðnings. Síðla vetrar 1927 var búnaðarnámskeið haldið að Skinna- stað. Einn af aðalfyrirlesurum á námskeiði þessu var Ólafur Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norð- urlands. Fyrirkomulagi námskeiðsins var þannig hagað, að á hverjum degi voru fluttir 3—4 fyrirlestrar, en síðan voru umræðufundir. Á einum þeim fundi var Jón Sigfússon, bóndi á Ærlæk, fenginn til að skýra fundarmönnum frá hugmyndinni um stofnun Búnaðarsambands fyrir Norður- Þingeyjarsýslu, sem hann gerði í einkar greinargóðri ræðu. Var gerður góður rómur að máli Jóns og hugmyndinni vel tekið, nema af framkvæmdastjóra Rækturnarfélags Norður- lands. Var hann Sambandsstofnuninni fremur andvígur og taldi málið vindbólur einar, er brátt myndu hjaðna. En kvað framfaramálum Norður-Þingeyinga mundi bezt borg- ið með því að vera áfram í Ræktunarfélagi Norðurlands og hlýta forsjá þess. Undirtektir hreppabúnaðarfélaga sýslunnar undir stofn- un Sambandsins, reyndust svo góðar, að ákveðið var að boða til stofnfundar og var hann boðaður og haldinn í fundahúsi Öxarfjarðarhrepps að Skinnastað 18. maí 1927. Á þessum stofnfundi mættu: Guðni Ingimundarson, Snartarstöðum, vegna Búnaðar- félags Presthólahrepps. Jóhannes Árnason, Gunnarsstöðum, vegna Búnaðarfélags Þistilfjarðar. Björn Sigvaldason, Víðihóli, vegna Fjallahrepps. Sigurpáll Jónsson, Klifshaga, og Jón Sigfússon, Ærlæk, vegna Búnaðarfélags Öxfirðinga. Auk þess mætti á fundinum Benedikt Kristjánsson, bóndi Þverá, er var annar fundarboðandinn og aðalhvatamaður að stofnun Sambandsins. Og var hann kosinn fundarstjóri.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.