Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 63

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 63
65 vegna staðhátta var stjórnarnefndinni nauðsynlegt að hafa aðstoðarmann hjá búnaðarfélögunum í austur hluta sýsl- unnar. Fyrir því vali varð Halldór Benediktsson, bóndi og hreppstjóri að Hallgilsstöðum og hefur hann gegnt því starfi síðan 1933. Sumarið 1945 voru kjörnir 2 menn frá hreppabúnaðar- félögunum á Sambandssvæðinu til að mæta á stofnfundi Stéttasambands bænda og voru kjörnir þeir Eggert Ólafs- son, bóndi í Laxárdal, og Benedikt Kristjánsson, bóndi Þverá. Hefur Eggert síðan mætt á öllum aðalfundum Stéttasambandsins og oftast sem fyrsti fulltrúi þessa héraðs. IV. kafli. — Fjárhagur B. S. N. Þ. Eins og áður er um getið, var Ræktunarfélag Norðurlands stofnað laust eftir síðustu aldamót. Og á næstu 12 árum voru svo stofnuð Búnaðarsambönd um allt land. Var Bún- aðarsamband Austurlands stofnað 1903, Búnaðarsamband Vestfjarða 1905, Búnaðarsamband Suðurlands 1909, Búnað- arsamband Borgarfjarðar 1910, Búnaðarsamband Kjalarness 1912 og Búnaðarsamband Snæfellsness- og Dalasýslu 1914. Hvert jiessara sambanda tók yfir tvær eða fleiri sýslur, þó Ræktunarfélag Norðurlands væri þeirra víðáttumest, enda tók það yfir sex sýslur.1) Öll þessi sambönd fengu árlegan styrk frá ríkissjóði. Var sá styrkur veittur Búnaðarfélagi Islands, sem var ráðunaut- ur ríkisstjórnarinnar í landbúnaðarmálum og annaðist framkvæmdir og leiðbeiningastarfsemi, er ríkið veitti fé til. Það var svo Búnaðarfélag íslands og Búnaðarþing, sem ákváðu 'hinn árlega styrk til sambandanna og fór upphæðin 1) Ræktunarfélag Norðurlands var stofnað 1903, en varð ekki búnað- arsamband fyrr en árið 1910. — O. J.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.