Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1959, Page 64
Gfi
að mestu eftir stærð viðkomandi sambands og var fyrst og
fremst ætluð til reksturskostnaðar og tilraunastarfsemi.
Með stofnun þessara búnaðarsambanda, er til samans
tóku yfir allar byggðir landsins, var komið á kerfisbundnu
skipulagi, er yfirstjórn búnaðarmálanna þótti henta högum
bændastéttar landsins. Það mátti því skoða það sem nokk-
urs konar uppreisn, er ein af minnstu og fámennustu sýsl-
um landsins stofnaði sjálfstætt Búnaðarsamband og rauf
þannig hið viðurkennda skipulag búnaðarsamtaka landsins,
er gilt hafði nokkuð á annan tug ára. Enda taldi stjórn
Búnaðarfélags Islands, þetta nýja samband sér óviðkomandi
og að henni bæri engin skylda til að veita því styrk af því
fé, er Búnaðarsamböndum var ætlað. En eftir marg ítrekað-
ar umsóknir gekk Búnaðarfélag íslands inn á að veita hinu
nýstofnaða Sambandi kr. 300.00 upp í stofnkostnað, en taldi
að Ræktunarfélagi Norðurlands bæri að miðla hinu nýja
Sambandinu nokkru af þeim styrk, er það fengi frá Bf. ísl.
þar sem hið nýstofnaða Samband væri hluti af Ræktunar-
félaginu. Eftir nokkurt þóf um málið, gekk Ræktunarfélag-
ið að lokum inn á skilning stjórnar Búnaðarfélags íslands
og veitti B. S. N. Þ. kr. 300.00 sama árið og það var stofn-
að. En á árinu 1928 fékk B. S. N. Þ. þó engan styrk frá
Ræktunarfélaginu, en fékk það ár dálítinn styrk frá Búnað-
arfélagi íslands. Á árunum 1929 og 1930 fékk Sambandið
sex hundruð króna styrk frá Ræktunarfélaginu hvert árið,
en engan styrk frá Búnaðarfélagi íslands.
Á árunum 1927 til 1932 leystist Ræktunarfélag Norður-
lands upp í sýslusambönd, því á þeim árum voru stofnuð
þessi sambönd: Búnaðarsamband N.-Þing. 1927, Búnaðar-
samband S.-Þing. 1928, Búnaðarsamband Vestur-EIúna-
vatnssýslu 1928, Búnaðarsamband Austur-Elúnavatnssýslu
1928, Búnaðarsamband Skagfirðinga 1931 og Búnaðarsam-
band Eyjafjarðarsýslu 1932.
Þótt búnaðarmálum Norðlendinga væri nú þannig skipað,
að þar væru stofnuð G sjálfstæð sýslu-búnaðarsambönd, sem